| Mummi
Liverpool FC gaf út fréttatilkynningu í kvöld þar sem þeir tilkynna að náðst hafi samkomulag við Real Madrid vegna kaupa þeirra síðarnefndu á Xabi Alonso. Þar með ætti sápuóperu sumarsins að ljúka.
Talið er að kaupverðið sé í kringum 30 milljónir punda. En það verður líklegast ekki staðfest opinberlega þar sem félögin hafi sagt að það sé trúnaðamál.
Xabi Alonso mun fljúga til Madrid á morgun í læknisskoðun og fjögurra ára samningur milli hans og Real Madrid liggur klár á borðinu til undirskriftar.
Þetta er lang hæsta upphæð sem fengist hefur fyrir leikmann Liverpool FC og er næstum því tvöfalt hærri heldur en gamla metið sem var salan á Robbie Keane til Tottenham í vetur.
Alonso var keyptur til liðsins fyrir fimm árum síðan fyrir 10.7 milljónir punda.
Við hér á liverpool.is þökkum Xabi Alonso kærlega fyrir hans framlag síðustu árin og þá sérstaklega fyrir Istanbul ævintýrið yndislega.
Þar með eru einungis Steven Gerrard & Jamie Carragher eftir af þeim leikmönnum sem tóku þátt í leikjum Liverpool leiktímabilið 2004-2005. Allir aðrir eru horfnir á braut.
TIL BAKA
Samkomulag í höfn við Real Madrid
Liverpool FC gaf út fréttatilkynningu í kvöld þar sem þeir tilkynna að náðst hafi samkomulag við Real Madrid vegna kaupa þeirra síðarnefndu á Xabi Alonso. Þar með ætti sápuóperu sumarsins að ljúka.Talið er að kaupverðið sé í kringum 30 milljónir punda. En það verður líklegast ekki staðfest opinberlega þar sem félögin hafi sagt að það sé trúnaðamál.
Xabi Alonso mun fljúga til Madrid á morgun í læknisskoðun og fjögurra ára samningur milli hans og Real Madrid liggur klár á borðinu til undirskriftar.
Þetta er lang hæsta upphæð sem fengist hefur fyrir leikmann Liverpool FC og er næstum því tvöfalt hærri heldur en gamla metið sem var salan á Robbie Keane til Tottenham í vetur.
Alonso var keyptur til liðsins fyrir fimm árum síðan fyrir 10.7 milljónir punda.
Við hér á liverpool.is þökkum Xabi Alonso kærlega fyrir hans framlag síðustu árin og þá sérstaklega fyrir Istanbul ævintýrið yndislega.
Þar með eru einungis Steven Gerrard & Jamie Carragher eftir af þeim leikmönnum sem tóku þátt í leikjum Liverpool leiktímabilið 2004-2005. Allir aðrir eru horfnir á braut.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet! -
| Sf. Gutt
Ég ber fulla ábyrð! -
| Sf. Gutt
Metjöfnun! -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Hugsaði um Diogo allan daginn! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Litli strákurinn yrði sennilega undrandi! -
| Sf. Gutt
Virgil kominn í metabækur hjá Hollandi!
Fréttageymslan

