| Grétar Magnússon
Xabi Alonso hefur farið formlega fram á það að vera seldur frá Liverpool eftir að hann afhenti Rafa Benítez skriflega beiðni þess efnis. Það er því að verða nokkuð ljóst að dagar Spánverjans hjá Liverpool eru taldir.
Sagan endalausa um Alonso virðist nú vera á enda og lítið annað að gera fyrir félagið en að semja við Real Madrid um söluverð miðjumannsins.
Alonso var einn af fyrstu leikmönnunum sem Rafa Benítez keypti til félagsins ásamt Luis Garcia, kaupverðið var 10.5 milljónir punda í ágúst 2004. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Bolton 29. ágúst í 1-0 tapleik. Tveim mánuðum síðar spilaði hann frábærlega gegn Fulham á Craven Cottage þar sem Liverpool sneri 2-0 stöðu í 4-2 sigur.
Í júní í fyrra skrifaði Alonso undir nýjan 5 ára samning við félagið þrátt fyrir að umræða væri um það að Benítez vildi selja hann.
TIL BAKA
Alonso biður formlega um að vera seldur

Sagan endalausa um Alonso virðist nú vera á enda og lítið annað að gera fyrir félagið en að semja við Real Madrid um söluverð miðjumannsins.
Alonso var einn af fyrstu leikmönnunum sem Rafa Benítez keypti til félagsins ásamt Luis Garcia, kaupverðið var 10.5 milljónir punda í ágúst 2004. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Bolton 29. ágúst í 1-0 tapleik. Tveim mánuðum síðar spilaði hann frábærlega gegn Fulham á Craven Cottage þar sem Liverpool sneri 2-0 stöðu í 4-2 sigur.
Í júní í fyrra skrifaði Alonso undir nýjan 5 ára samning við félagið þrátt fyrir að umræða væri um það að Benítez vildi selja hann.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan