| Sf. Gutt
Í allt sumar hefur verið óvissa um það hvort Xabi Alonso verði áfram hjá Liverpool. Vitað er að Real Madrid vill fá Xabi í sínar raðir og spænski landsliðsmaðurinn hefur látið að því liggja að hann vilji fara til Madrídar. Enn hefur þetta mál ekki verið leyst og það styttist í að næsta keppnistímabil hefjist. Jamie Carragher vill fá lausn í þessu máli og það sem fyrst.
"Okkur hér í liðinu finnst að hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki og maður vill ekki missa svoleiðis menn. Vonandi verður hægt að leysa þetta mál sem fyrst. En ef félagið telur að eitthvað ákveðið atriði sé best fyrir það þá verður stundum að láta hagsmuni félagsins ganga fyrir. En þetta er mál sem framkvæmdastjórinn og félagið verða að leysa saman."
Xabi Alonso er nú með liðshópi Liverpool í æfingaferð í Tælandi. Hann lék ekki með Liverpool gegn landsliði Tælands í dag þegar liðin skildu jöfn 1:1. Fregnir herma að hann hafi ekki tekið þátt í leiknum vegna smávægilegra meiðsla.
Það má þó ljóst vera að það er best fyrir alla aðila að þetta langdregna mál verði leyst sem allra fyrst. Það fer illa með alla, nú í aðdraganda komandi keppnistímabils, að hafa það óleyst áfram.
TIL BAKA
Carra vill leysa úr málinu

"Okkur hér í liðinu finnst að hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki og maður vill ekki missa svoleiðis menn. Vonandi verður hægt að leysa þetta mál sem fyrst. En ef félagið telur að eitthvað ákveðið atriði sé best fyrir það þá verður stundum að láta hagsmuni félagsins ganga fyrir. En þetta er mál sem framkvæmdastjórinn og félagið verða að leysa saman."
Xabi Alonso er nú með liðshópi Liverpool í æfingaferð í Tælandi. Hann lék ekki með Liverpool gegn landsliði Tælands í dag þegar liðin skildu jöfn 1:1. Fregnir herma að hann hafi ekki tekið þátt í leiknum vegna smávægilegra meiðsla.
Það má þó ljóst vera að það er best fyrir alla aðila að þetta langdregna mál verði leyst sem allra fyrst. Það fer illa með alla, nú í aðdraganda komandi keppnistímabils, að hafa það óleyst áfram.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan