| SSteinn
Það verður hörku stemmning á Allanum Sportbar á Akureyri næsta laugardag í tengslum við leik Liverpool og West Ham í deildinni. Þennan dag verður einn af hinum rómuðu fánadögum haldinn á heimavelli klúbbsins fyrir norðan. Nú þýðir ekkert minna en að klæða sig upp í réttan fatnað, finna trefla og fána og skunda á staðinn. Nú skal verða fjör, algjörlega fullorðins.
Það verður ekki tekið í mál að menn sitji heima og horfi þar á leikinn, nú troðfyllum við Allann og myndum hina margfrægu Liverpool stemmningu. Nærsveitungar eru hvattir til að gera sér sérstaklega ferð á svæðið og taka þátt í þessu með okkur. Að vanda verður getraun í gangi með ýmsum vinningum. Takið daginn frá, húsið opnar klukkan 14:30 og það er um að gera að mæta snemma til að missa örugglega ekki af neinu.
TIL BAKA
Við minnum á fánadaginn á Akureyri á morgun

Það verður ekki tekið í mál að menn sitji heima og horfi þar á leikinn, nú troðfyllum við Allann og myndum hina margfrægu Liverpool stemmningu. Nærsveitungar eru hvattir til að gera sér sérstaklega ferð á svæðið og taka þátt í þessu með okkur. Að vanda verður getraun í gangi með ýmsum vinningum. Takið daginn frá, húsið opnar klukkan 14:30 og það er um að gera að mæta snemma til að missa örugglega ekki af neinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan