| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sami er velkominn aftur til Liverpool
Rafael Benítez vildi ekki missa Sami Hyypia núna í sumar og reyndi að fá finnska furstann til að vera lengur hjá Liverpool. Sami ákvað að söðla um og gera samning við Bayer Leverkusen en Rafa segir honum allar dyr opnar hjá Liverpool hafi hann einhvern tíma hug á að snúa aftur!
"Við erum vonsviknir því við eigum eftir að sakna Sami. Hann er okkur mjög mikilvægur og þess vegna ræddum við þann möguleika við hann að hann myndi koma í þjálfarahóp okkar í framtíðinni. Við buðum honum sem sagt framlengingu á samningi sínum og tryggingu fyrir því að koma inn í þjálfun hjá okkur. Hann telur á hinn bóginn að hann geti spilað lengur og vill vera í aðalliðshóp. En það eitt að við skyldum ræða við hann um þjálfun sýnir hversu mikið álit við höfum á honum. Hann er einfaldlega fullkominn fagmaður."
"Hann lagði sig alltaf 100% fram á öllum æfingum og í hverjum einasta leik. Hann hefur þjónað þessu félagi frábærlega. Hann er alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ungum leikmönnum og er þeim góð fyrirmynd. Að auki hefur hann sýnt mér og þjálfaraliði mínu mikinn stuðning frá því ég kom fyrst til Liverpool. Mér finnst það hafa verið mikil ánægja að vinna með honum en núna verð ég að óska honum góðs gengis í framtíðinni. Allir stuðningsmenn félagsins og starfslið þess munu sjá eftir honum. Það verður sorglegt að hafa hann ekki lengur en þetta er sú ákvörðun sem hann tók og við munum styðja hann í henni. En ef hann ákveður einhvern tíma að snúa hingað aftur þá verða dyr okkar alltaf opnar fyrir hann."
"Við erum vonsviknir því við eigum eftir að sakna Sami. Hann er okkur mjög mikilvægur og þess vegna ræddum við þann möguleika við hann að hann myndi koma í þjálfarahóp okkar í framtíðinni. Við buðum honum sem sagt framlengingu á samningi sínum og tryggingu fyrir því að koma inn í þjálfun hjá okkur. Hann telur á hinn bóginn að hann geti spilað lengur og vill vera í aðalliðshóp. En það eitt að við skyldum ræða við hann um þjálfun sýnir hversu mikið álit við höfum á honum. Hann er einfaldlega fullkominn fagmaður."
"Hann lagði sig alltaf 100% fram á öllum æfingum og í hverjum einasta leik. Hann hefur þjónað þessu félagi frábærlega. Hann er alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ungum leikmönnum og er þeim góð fyrirmynd. Að auki hefur hann sýnt mér og þjálfaraliði mínu mikinn stuðning frá því ég kom fyrst til Liverpool. Mér finnst það hafa verið mikil ánægja að vinna með honum en núna verð ég að óska honum góðs gengis í framtíðinni. Allir stuðningsmenn félagsins og starfslið þess munu sjá eftir honum. Það verður sorglegt að hafa hann ekki lengur en þetta er sú ákvörðun sem hann tók og við munum styðja hann í henni. En ef hann ákveður einhvern tíma að snúa hingað aftur þá verða dyr okkar alltaf opnar fyrir hann."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum
Fréttageymslan