| Sf. Gutt

Yossi ánægður með stigin gegn Sunderland

Yossi Benayoun var ánægður með að Liverpool skyldi komast á sigurbraut í deildinni með sigrinum á Sunderland í gærkvöldi. Liverpool hafði gert jafntefli og tapað í síðustu tveimur deildarleikjum. Yossi gulltryggði sigur Liverpool með því að skora seinna markið í leiknum.

"Ég er ánægður með að hafa skorað en mestu skipti að ná öllum stigunum sem voru í boði. Það var mikilvægt að komast aftur á sigurbraut eftir að við töpuðum gegn Middlesborough. Við vorum mjög vonsviknir eftir þann leik því við áttum von á að vinna Middlesborough. En í kvöld náðum við að skila okkar verki. Það var mikilvægt að vinna til að sýna stuðningsmönnunum hvað býr í liðinu."

Yossi hefur leikið mjög vel með Liverpool síðustu vikurnar og hann var besti maður vallarins gegn Sunderland í gærkvöldi. Hann heldur vonandi áfram á sömu braut í næstu leikjum því það býr mikið í þessum snjalla Ísraelsmanni þótt hann sé ekki mikill á velli.

 

 

 

 

 

 TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan