| Ólafur Haukur Tómasson

Bosingwa sleppur við refsingu

Í gærkvöldi vann Liverpool glæsilegan sigur á Chelsea, þegar síðarnefnda liðið heimsótti Anfield Road. Það var tvö mörk Fernando Torres sem tryggði Liverpool stigin á tíu leikmönnum Chelsea þar sem Frank Lampard var rekinn útaf af þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum.

Það eru skiptar skoðanir á því hvort Lampard hafi verðskuldað rauða spjaldið, en hann fór í tæklingu gegn Xabi Alonso sem virkaði mjög harkaleg en við nánari skoðun þá var dómurinn kanski full harður og hafa Chelsea nú áfrýjað banninu.

Það var hins vegar annað atriði sem vakti mikla athygli en það átti sér stað rétt undir lok leiksins þegar Yossi Benayoun skýldi boltanum fyrir varnarmanni Chelsea við hliðarlínuna og þá kemur Jose Bosingwa, leikmaður Chelsea, og setur fótinn á sér í bak Yossi og ýtir honum niður. Sennilega hefði þetta atvik geta orsakað að Bosingwa hefði fengið spjald eða alla vega dæmt á sig brot, en línuvörðurinn sem stóð meter frá atvikinu dæmdi boltann Chelsea í hag.

Talið var að Bosingwa hefði getað fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir leikinn en svo var víst ekki en í yfirlýsingu frá sambandinu segir: "Bosingwa lenti í atviki við Yossi Benayoun, leikmann Liverpool, í leik í Úrvalsdeildinni sem fór fram 1. febrúar síðast liðinn á Anfield.

Dómarinn Mike Riley hefur gefið skýrslu til knattspyrnusambandsins, en hann sá atvikið ekki sjálfur heldur var það aðstoðardómarinn Mo Matadar. Ekki hlaut Bosingwa neina refsingu frá dómurunum.

Samkvæmt reglum FIFA mega knattspyrnusamböndin ekki veita refsingar þegar atvik eru séð og metin af dómurunum í leikjunum."

Bosingwa hefur komið fram í fjölmiðlum fyrr í dag og beðið Yossi Benayoun afsökunar á atvikinu.

Hér að neðan er mynd af atvikinu.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan