Nemeth og Lindfield lánaðir
Sóknarmennirnir Krisztian Nemeth og Craig Lindfield hafa verið lánaðir til liða í neðri deildum Englands.
Nemeth, sem er nýorðinn tvítugur og er hér á mynd, mun vera næsta mánuð hjá Blackpool en þeir spila í næst efstu deild. Nemeth hefur ekki fengið tækifæri með aðalliðinu á tímabilinu en hann hefur reyndar verið meiddur mestan hluta tímabilsins. Hann spilaði í nokkrum leikjum á undirbúningstímabilinu og er talið mikið efni. Til að mynda hefur hann nú þegar spilað með aðallandsliði Ungverja.
Lindfield mun hinsvegar vera á láni hjá Accrington Stanley til loka tímabilsins en Accrington spila í neðstu atvinnumannadeildinni. Hann hefur áður farið í lán til Notts County og Chester.
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum

