| Sf. Gutt

Sami Hyypia kjörinn Knattspyrnumaður ársins 2008!

Sami Hyypia er ekki síður vinsæll og virtur heima í Finnlandi en í Liverpool. Hann var í lok síðasta árs kosinn Knattspyrnumaður ársins 2008 í Finnlandi.

Þetta er í sjöunda sinn sem hann hlýtur þessa viðurkenningu. Áður vann hann þetta kjör árin 1999, 2001, 2002, 2003, 2005 og 2006. Knattspyrnusamband Finnlands stendur fyrir þessu kjöri. Jari Litmanen, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur oftast unnið þennan titil eða níu sinnum.

Finnskir blaðamenn kjósa líka Knattspyrnumann ársins og hefur Sami einnig hlotið þá viðurkenningu sjö sinnum. Það gerðist árin 1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2005 og 2006. Jari hefur unnið þennan titil átta sinnum. Petri Pasanen hlaut titilinn árið 2008.

Sami hefur einu sinni verið kjörinn Íþróttamaður ársins í Finnlandi og þann titil hlaut hann árið 2001.

Sami Hyypia stóð sig með sóma hjá Liverpool árið 2008 og lék að auki lykilhlutverk í finnska landsliðinu. Hann hefur nú leikið 95 landsleiki. Hann er þriðji leikjahæsti Finninn á eftir þeim Jari Litmanen sem hefur leikið 118 landsleiki og Ari Hjelm sem lék 100 sinnum fyrir Finna.  

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan