| Sf. Gutt

Rafa að hressast og vonast eftir meiri hressingu

Rafael Benítez fór, í vikunni, í þriðju aðgerðina til að losna við nýrnasteinana sem hafa verið að angra hann síðustu vikurnar. Hann segist vera að hressast en vonast eftir enn meiri hressingu í kvöld en sigur Liverpool á Everton myndi auðvitað hressa hann mikið! Hann reiknar með að geta stjórnað liði sínu gegn Everton.

,,Mér líður miklu betur og ég er alltaf að hressast. Ég mun ekki spila með en ég held að ég verði orðinn hress fyrir leikinn. Bæði lið vilja vinna sigur enda rígurinn mikill. Ég er alltaf að skilja ástæðurnar fyrir rígnum betur og betur eftir því sem ég bý fleiri ár hérna. Vonandi getum við unnið sigur í leiknum. Leikirnir gegn Everton eru öðruvísi en aðrir leikir. Andrúmsloftið á vellinum er alltaf mjög gott. Stuðningsmenn okkar hafa alltaf gaman af þessum leikjum og þá sérstaklega ef við vinnum. Vonandi verður þetta frábær leikur og vonandi vinnum við sigur."

Sigur í kvöld kemur Liverpool aftur í efsta sæti deildarinnar. Rafael segir að Liverpool verði að halda sínu striki.

,,Við verðum að ná þremur stigum í hverjum leik og ekki síst í grannaslagnum. Ég vissi alveg í ágúst að við yrðum ekki krýndir meistara í janúar. Það gengur ekki svoleiðis fyrir sig því meistaratitillinn vinnst í maí. Við ætlum okkar að reyna að vera með í baráttunni allt til loka leiktíðarinnar. Ef við getum ekki verið á toppnum þessa vikuna þá reynum við að komast á toppinn í þeirri næstu með því að ná þremur stigum og ég hef mikla trú á liðinu mínu."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan