Mark spáir í spilin
Jólatörnin er að baki og nýtt ár er gengið í garð. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar og við stuðningsmenn Rauða hersins erum því glaðir í bragði. Vonandi helst sú toppgleði fram að næstu leiktíð og helst lengur. Vissulega finnst okkur mörgum að forysta Liverpool ætti að vera enn meiri en hún er. Of mörg stig hafa tapast gegn liðum sem Liverpool ætti að vinna ef miðað er við styrkleika liðanna. Það þýðir þó ekki að fást um það heldur halda áfram að settu marki sem er enski meistaratitillinn. Á morgun gefst færi á að ná sex stiga forystu á toppnum og það tækifæri má einfaldlega ekki ganga úr greipum.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan Chelsea.
- Liverpool hefur nú haldið efsta sætinu í deildinni frá því þann 1. desember.
- Liverpool er í efsta sæti um áramót í fyrsta sinn frá því árið 1997 tók við af árinu 1996.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Liverpool hefur einu sinni áður leikið á Britannia leikvanginum. Liverpool mætti Stoke í Deildarbikarnum leiktíðina 2000/01. Liverpool vann þá metsigur 8:0! Þetta er stærsti útisigur í sögu Liverpool.
- Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru í herbúðum Stoke City. Þetta eru þeir Dominic Matteo og Salif Diao.
- Þetta er fyrsti deildarleikur Liverpool á þessu Herrans ári.
- Síðasti deildarleikur liðanna á heimavelli Stoke. 11. nóvember 1984. Stoke City : Liverpool. 0:1. Mark Liverpool: Ronnie Whelan (86. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Stoke City v Liverpool
Liverpool er á svo góðu skriði að liðinu mun ekki skrika fótur í þessum leik. Það er mjög erfitt að leggja liðið að velli. Meira að segja þegar það spilar ekki vel. Nú er Fernando Torres kominn aftur til leiks og sóknin er sterk. Hjá Stoke eru vandræði vegna meiðsla og leikbanna. Auðveldur útisigur.
Úrskurður: Stoke City v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!