| Sf. Gutt

Steven er bestur í heimi!

Neil Mellor lék gegn sínum fyrri félögum í Liverpool í byrjun árs þegar Preston mætti Rauða hernum í F.A. bikarnum. Steven Gerrard fór mikinn í leiknum eins og svo oft áður og Neil telur fyrirliða Liverpool einfaldlega besta leikmann í heimi.

"Steven spilar bara alltaf svona þegar hann er kominn út á knattspyrnuvöllinn. Svo var alveg frábært hvernig hann lagði upp mark fyrir Fernando Torres á silfurfati. Hann hefði getað verið eigingjarn en þarna hugsaði hann eins og sannur fyrirliði."

"Mér finnst hann einfaldlega, þegar allt er tekið með í reikninginn, besti knattspyrnumaður í heimi. Ég veit að Cristiano Ronaldo býr yfir miklum hæfileikum en Steven er betri alhliða leikmaður. Hann á aldrei slakan leik. Hann getur spilað fimm eða sex mismunandi stöður á vellinum. Það er alveg sama hvaða stöðu hann spilar því hann er alltaf besti maðurinn á vellinum. Það eru einfaldlega ekki margir leikmenn í heiminum sem búa yfir svona miklum hæfileikum og eru jafn fjölhæfir og hann er."

Neil heillaðist mjög af gamla liðinu sínu sem hann segir geysilega sterkt um þessar mundir.

"Liverpool hefur farið gríðarlega mikið fram frá því ég yfirgaf félagið. Samspil liðsmanna er alveg ótrúlegt. Við lögðum mjög hart að okkur og vorum alveg búnir í búningsklefanum eftir leikinn. Við horfðum bara hver á annan eftir leikinn og sögðumst ekki vilja spila aftur við Liverpool! Liðshópurinn hjá þeim er orðinn nógu stór til að keppa í þremur keppnum. Stefnan verður trúlega sett á að vinna meistaratitilinn og liðið á góða möguleika á að vinna hann ef Rafa nær að halda leikmönnum sínum heilum."

 

 


 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan