Carra vill heiðra minngu þeirra sem létust á Hillsborough
Jamie Carragher hefur tvívegis unnið F.A. bikarkeppnina með Liverpool. Hann var í sigurliði Liverpool 2001 og 2006. Hann er þó ekki ánægður með árangur Liverpool í keppninni síðustu árin og vill að liðið nái betri árangur í þessari frægu keppni.
"Við höfum ekki staðið okkur nógu vel í keppninni síðustu árin. Við höfum annað hvort farið alla leið eða verið slegnir snemma út. Við höfum ekki komist reglulega í átta liða úrslit eða undanúrslit eins og við ættum að gera. Við erum vanir að fara svo langt í Meistaradeildinni á næstum hverju ári og núna verðum við að fara að gera það í F.A. bikarnum líka."
Núna í ár eru 20 ár liðin frá því Liverpool vann F.A. bikarinn eftir 3:2 sigur á Everton í úrslitaleik. Það ár, 1989, varð hið hryllilega slys á Hillsborough þegar Liverpool lék þar í undanúrslitum F.A. bikarsins gegn Nottingham Forest. Jamie finnst við hæfi að Liverpool myndi vinna keppnina í ár og tileinka sigurinn þeim 96 stuðningsmönnum Liverpool sem létust á Hillsborough.
"Nú í ár eru auðvitað 20 ár liðin frá harmleiknum á Hillsborough. Við vitum auðvitað af þeim tímamótum og þess vegna verður keppnin enn mikilvægari fyrir okkur núna í ár. Við myndum heiðra minningu þeirra sem létust á fullkomin hátt með því að vinna keppnina núna."
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent