Preston-Liverpool, tölfræði
Liverpool hefur leikið 399 leiki í öllum umferðum ensku bikarkeppninnar, unnið 213, gert 87 jafntefli og tapað 99 leikjum. Liðið hefur skorað 666 mörk í þessum leikjum og fengið á sig 377.
Þetta þýðir að leikurinn í dag verður 400. leikur Liverpool í keppninni.
Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum - síðast árið 2006 - á meðan Preston hefur tvisvar lyft bikarnum. Árið 1889 vann Preston tvöfalt, bæði deildina og bikarinn. Árið 1938 unnu þeir svo Huddersfield 1-0 í úrslitaleik þar sem George Mutch skoraði úr vítaspyrnu á lokamínútu framlengingar. Bill Shankly var meðal leikmanna Preston í þeim leik.
Liverpool og Preston hafa tvisvar áður dregist saman í enska bikarnum. Árið 1894 vann Liverpool 3-2 á Anfield í annarri umferð keppninnar. Árið 1962 mættust liðin svo í 5. umferð og eftir tvö markalaus jafntefli vann Preston 1-0 á Old Trafford með marki frá Peter Thompson, sem síðar gekk til liðs við Liverpool. Bæði félögin voru í 2. deild á þessum tíma. Dave Wilson, sem einnig var í liði Preston þá, gekk til liðs við Liverpool síðar en náði aðeins að leika einn leik sem varamaður.
Síðan Liverpool vann bikarinn árið 1992 hefur Liverpool sex sinnum verið slegið út af liði í næstu deild fyrir neðan. Liðin sem það gerðu voru Bolton (1993), Briston City (1994), Blackburn (2000), Crystal Palace (2003), Burnley (2005) og Barnsley á síðasta tímabili.
Síðast féll Liverpool úr þessari umferð keppninnar árið 2007, þegar liðið tapaði fyrir Arsenal á Anfield.
Þetta er í 6. sinn á sjö árum sem Liverpool leikur útileik í 3. umferð keppninnar.
Liverpool hefur í 22 skipti tapað fyrir liði í neðri deild í þessari keppninni og hafa jafnoft fallið úr keppninni í 3. umferð.
Steven Gerrard og Yossi Benayoun skoruðu báðir þrennu í bikarnum á síðasta tímabili - 16. og 17. þrennan sem leikmaður Liverpool hefur skorað í enska bikarnum.
Sá síðasti til að skora þrennu á útivelli í keppninni fyrir Liverpool var John Barnes í leik gegn Crewe í 3. umferð árið 1992.
Aðeins tveir leikmenn hafa nokkru sinni náð að skora þrennu í bikarnum gegn Liverpool. Það eru Boag fyrir Derby á tímabilinu 1897-98 og R. Westwood fyrir Bolton á tímabilinu 1945-46.
Þeir sem hugsanlega gætu spilað sinn fyrsta leik í enska bikarnum fyrir Liverpool í dag eru Diego Cavalieri, Andrea Dossena, Robbie Keane, Albert Riera, Emiliano Insua og David Ngog.
Af núverandi leikmönnum Liverpool hefur Steven Gerrard skorað flest mörk í bikarnum fyrir Liverpool, eða 8.
Dirk Kuyt hefur tvisvar skorað fyrir Liverpool í enska bikarnum og í bæði skiptin tapaði Liverpool - fyrir Arsenal árið 2007 og fyrir Barnsley í fyrra - í bæði skiptin á Anfield.
Á síðasta tímabili tapaði Preston í 16 liða úrslitum fyrir Portsmouth, sem svo unnu bikarinn.
Síðan Preston tapaði fyrir West Brom í 3. umferð árið 2005 hefur liðið komist í 5. umferð á hverju ári en í öll þrjú skiptin tapað.
Þeir hafa ekki komist lengra en í 5. umferð síðan 1966.
Þeir hafa fimm sinnum tapað úrslitaleik, síðast 1964.
Í liði þeirra í úrslitum árið 1937 var meðal annars Willie Fagan, sem þrettán árum síðar lék með Liverpool í úrslitaleik bikarkeppninnar.
Félögin tvö hafa ekki mæst í deildarleik síðan á tímabilinu 1961-62 þegar Liverpool vann báða leikina, þar á meðal 3-1 á Deepdale.
Sá sigur er eini útisigur Liverpool á Preston í 14 leikjum í öllum keppnum.
Árið 1887 vann Preston stærsta sigur sem unnist hefur í enska bikarnum þegar þeir unnu Hyde 26-0.
Preston hafði tapað síðustu 10 leikjum sínum í enska bikarnum gegn liði úr efstu deild áður en liðið vann Derby á Pride Park á síðasta tímabili. Síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð hafa Arsenal, Everton, Chelsea, West Brom, Middlesborough og Manchester City. Sjö af þessum tíu töpum Preston hafa verið á þeirra heimavelli.
Síðast unnu þeir lið úr efstu deild á eigin heimavelli í 3. umferð keppninnar fyrir 30 árum þegar þeir unnu Derby 3-0.
Alan Irvine hefur verið stjórinn hjá Preston síðan í nóvember 2007 þegar hann hætti sem aðstoðarmaður David Moyes hjá Everton. Moyes hafði sjálfur verið stjóri Preston á árunum 1998-2002.
Richard Chaplow var í liði Burnley sem sló Liverpool út í fyrsta leik Rafael Benítez í enska bikarnum árið 2005. Aðeins Sami Hyypia er eftir úr þeim leikmannahópi sem lék þann leik. Neil Mellor, sem nú er hjá Preston, kom inná sem varamaður í þeim leik fyrir John Welsh.
Mellor skoraði sex mörk í 22 leikjum fyrir Liverpool og lék tvisvar fyrir Liverpool í þessari keppni.
Callum Davidson hefur einnig unnið Liverpool í enska bikarnum. Hann var í liði Blackburn sem vann á Anfield árið 2000.
Á þessum tímabili hefur Preston ekki gert jafntefli í 15 leikjum sínum á heimavelli. Liðið hefur unnið 11 og tapað 4 í öllum keppnum. Töpin hafa komið gegn Wolves, Swansea og Southampton í deildinni og gegn Derby í deildarbikarnum.
Preston hefur aðeins tapað 2 af síðustu 11 leikjum og hafa unnið síðustu fimm heimaleiki sína.
Martin Atkinson dómari leiksins dæmdi einnig tapleik Liverpool gegn Barnsley í enska bikarnum í fyrra.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!