Félagsmet hjá Rafael Benítez
Rafael Benítez setti nýtt félagsmet þegar hann leiddi Liverpool gegn Marseille.
Hann stýrði þá Liverpool í 66. sinn í Evrópuleik og hefur enginn framkvæmdastjóri Liverpool leitt Liverpool oftar til leiks í Evrópukeppni. Rafael naut þess að fagna sigri í þessum tímamótaleik. Hann hafði þetta að segja um metið sitt.
"Ég er mjög ánægður með þetta met því Liverpool hefur átt marga frábæra framkvæmdastjóra í gegnum tíðina. Það eru bara tvær vikur eða svo frá því ég frétti af þessu met. Þessi leikjafjöldi sem ég hef náð sýnir hversu sterkan leikmannahóp við höfum haft og hversu góðum árangri hann hefur náð í Evrópukeppninni á síðustu leiktíðum. Vonandi eigum við eftir að spila marga Evrópuleiki á komandi árum og það væri ekki ónýtt að komast í úrslitaleikinn á þessari leiktíð."
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!