Mark spáir í spilin

Fróðleiksmolar frá BBC
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Chelsea.
- Liverpool vann Manchester City í síðasta deildarleik. Það var fimmti sigur Liverpool í röð í öllum keppnum.
- Spili Steven Gerrard þá verður það 450. leikur hans með Liverpool.
- Liverpool hefur skorað tólf mörk í sex deildarleikjum gegn Wigan.
- Liverpool hefur unnið allar viðureignir sínar við Wigan utan eina sem lauk með jafntefli.
- Liverpool vann Manchester City í síðasta deildarleik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Það var í fjórða sinn á leiktíðinni sem Liverpool vinnur eftir mótherjarnir hafa komist yfir.
- Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru hjá Wigan. Þetta eru þeir Chris Kirkland og Emile Heskey.
- Liverpool og Chelsea eru einu liðin í efstu deild sem ekki hafa tapað leik á leiktíðinni.
- Leikur liðanna á Anfield Road á síðustu leiktíð. 2. janúar 2008. Liverpool : Wigan Athletic. 1:1. Mark Liverpool: Fernando Torres ( 49. mín.). Mark Wigan: Tutus Bramble (80. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Wigan Athletic
Fernando Torres er ekki leikfær en Liverpool á núna fleiri valkosti. Það virðist sem að framkvæmdastjórinn Rafael Benitez hafi nú áttað sig á því hvað til þarf svo hægt sé að vinna deildina. Hann breytir liðinu minna og liðið leikur beittari sóknarleik. Wigan á eftir að berjast vel en Liverpool ætti að hafa betur.
Úrskurður: Liverpool v Wigan Athletic 2:0.
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!