| Sf. Gutt

Martin ekki eins lengi frá og óttast var

Þar kom þó góð frétt í allri kreppunni. Martin Skrtel meiddist illa á hægra hné gegn Manchester City á sunnudaginn. Búið var að úrskurða að aftara krossband hefði slitnað. Ekki var búið að staðfesta hversu lengi Slóvakinn yrði frá en reiknað var með langri fjarveru. Beðið var eftir nánari skoðun sem fór fram í dag. Sú skoðun leiddi ljós að Martin þarf ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Hann verður þó frá næstu vikurnar en ef allt gengur vel gæti hann orðið leikfær um jólaleytið.

Ian Cotton, talsmaður Liverpool sagði þetta: "Martin fór í skoðun hjá sérfræðingi í dag. Hann staðfesti að leikmaðurinn þarf ekki að fara í aðgerð og við búumst við að hann geti farið að spila knattspyrnu aftur um jólaleytið."

Þetta verða að teljast góðar fréttir mitt í öllu krepputalinu og nú er að vona að Martin nái sér vel af meiðslunum og komi aftur sterkur til leiks.

 

 

 

 

 

 

 TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan