| Ólafur Haukur Tómasson
Liverpool vann rétt í þessu gífurlega flottan sigur á Manchester City þar sem sigurmark Liverpool kom í uppbótartíma leiks, en liðið var 2-0 undir í fyrri hálfleik. Eitt skyggir þó á sigurinn en það eru meiðsl Skrtel sem að meiddist undir lok leiksins.
Skrtel fór of seint í baráttu við Ched Evans, leikmann Manchester City en hann féll í loftinu og lenti með hægri fótinn í jörðinni og fékk högg á hnéð og var borinn útaf vellinum með bundið um fótinn.
Rafael Benítez hefur nú staðfest að Skrtel mun fara í skoðun á mánudaginn: "Þetta virðist vera alvarlegt. Hann snéri upp á hnéið á sér og nú verðum við að bíða eftir að hann fari í læknisskoðun.
Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur. Þegar leikmaður eins og Martin er í jörðinni þá veit maður að þetta er slæmt svo við krossleggjum fingur og vonumst til þess að þetta verði ekki of slæmt."
Það er virkilega slæmt ef að meiðsli Skrtel halda honum frá liðinu í langan tíma en hann hefur verið að spila virkilega vel í hjarta varnarinnar síðan hann kom til félagsins í janúar á síðasta ári. Liverpool hefur þó góða breidd í miðvarðarstöðunni og þá gæti komið tækifæri fyrir Daniel Agger sem hefur lítið fengið að spila á leiktíðinni vegna góðrar frammistöðu Carragher og Skrtel.
TIL BAKA
Útlitið ekki gott með Skrtel

Skrtel fór of seint í baráttu við Ched Evans, leikmann Manchester City en hann féll í loftinu og lenti með hægri fótinn í jörðinni og fékk högg á hnéð og var borinn útaf vellinum með bundið um fótinn.
Rafael Benítez hefur nú staðfest að Skrtel mun fara í skoðun á mánudaginn: "Þetta virðist vera alvarlegt. Hann snéri upp á hnéið á sér og nú verðum við að bíða eftir að hann fari í læknisskoðun.
Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur. Þegar leikmaður eins og Martin er í jörðinni þá veit maður að þetta er slæmt svo við krossleggjum fingur og vonumst til þess að þetta verði ekki of slæmt."
Það er virkilega slæmt ef að meiðsli Skrtel halda honum frá liðinu í langan tíma en hann hefur verið að spila virkilega vel í hjarta varnarinnar síðan hann kom til félagsins í janúar á síðasta ári. Liverpool hefur þó góða breidd í miðvarðarstöðunni og þá gæti komið tækifæri fyrir Daniel Agger sem hefur lítið fengið að spila á leiktíðinni vegna góðrar frammistöðu Carragher og Skrtel.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!
Fréttageymslan