| Sf. Gutt

Albert snýr á fornar slóðir

Albert Riera mun snúa aftur á fornar slóðir í dag þegar Liverpool leikur við Manchester City á Manchester leikvanginum. Spánverjinn lék sem lánsmaður hjá City seinni hluta leiktíðarinnar 2005/06. Albert lék 15 leiki og skoraði eitt mark með City. Hann segist vera orðinn miklu reyndari og betri leikmaður en þegar hann lék með þeim bláklæddu.

"Ég var aðeins 22 ára þegar ég fór til Manchester City og ég var enn að læra. Þar fyrir utan hafði ég aldrei áður leikið í ensku knattspyrnunni. Ég er búinn að afla mér mikillar reynslu frá því þá. Ég hef spilað í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða með Espanyol og leikið með spænska landsliðinu. Ég er því miklu betur undir það búinn að spila í Úrvalsdeildinni. Það verða aðrir að dæma um það hvort ég er betri leikmaður en þá en mér finnst það sjálfum og vonandi get ég sannað það fyrir stuðningsmönnum Liverpool."

Albert líkað dvölin hjá Manchester City vel og ber félaginu vel söguna.

"Þegar ég gekk til liðs við City þá áttaði ég mig fljótlega á því að félagið er eitt af þekktustu félögunum í Úrvalsdeildinni og ég naut þess að vera hjá því. Það var gott að spila þar og mér líkaði vel hjá félaginu. Sérstaklega líkaði mér vel hvers konar knattspyrnu liðið spilaði og eins var ég hrifinn af eldmóði stuðningsmannanna. En ég er núna orðinn leikmaður Liverpool og það þýðir að ég mun reyna að gera mitt allra besta fyrir það félag. Við höfum byrjað leiktíðina vel og við stefnum að því að viðhalda því góða gengi. Allir virðast fullir sjálfstrausts, við erum að spila vel og ná góðum úrslitum. En við verðum að einbeita okkur að því að spila vel í hverjum einasta leik og reyna að halda áfram að vinna leiki. Leiktíðin er rétt að byrja og það er mikið eftir af henni."

Albert Riera hefur byrjað vel hjá Liverpool og leikur hans lofar góðu. Hann hefur nú þegar fagnað sigri gegn Manchester United og vonandi fagnar hann sigri gegn hinu liðinu frá Manchester í dag.










TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan