| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Eftir frábær úrslit í Meistaradeildinni í vikunni er komið að næsta deildarleik. Liverpool leikur þá gegn félagi sem datt í lukkupottinn á dögunum. Fjárhagur Manchester City var í molum í upphafi leiktíðar en félagið varð ríkasta félag í heimi, að sumir telja, á einni nóttu þegar stórríkir Arabar keyptu það. Líklega vildu margir stuðningsmenn Liverpool vakna upp við saman draum og Bláliðar í Manchester. Það er að moldríkir Arabar myndu kaupa félagið þeirra. Efnahagsástandið mun að minnsta kosti vera betra í mörgum Arabalöndunum en Ameríku! 

Fróðleiksmolar frá BBC

- Liverpool og Manchester City eru með traustustu vörnina og skæðustu sóknina í efstu deild.

- Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk sem er það minnsta í deildinni

- Manchester City hefur á hinn bóginn skorað flest deildarmörk eða 16 talsins.

- Manchester City hefur skorað í öllum deildarleikjum sínum á leiktíðinni.

- Ekki er líklegt að mörg mörk verði skoruð miðað við síðustu deildarleiki liðanna. Síðustu sjö deildarleikjum hefur lokið annað hvort 0:0 eða 1:0 fyrir annað hvort liðið.

- Liverpool og Chelsea eru einu liðin í efstu deild sem ekki hafa tapað leik á leiktíðinni.

- Leikur liðanna á Eastlands á síðustu leiktíð. 30. desember 2007. Manchester City : Liverpool. 0:0. 

Spá Mark Lawrenson

Manchester City v Liverpool

Manchester City tapaði fyrir Wigan í síðustu viku og Brasilíumennirnir náðu sér ekki á strik. Það efast enginn um hæfileika þeirra en þeir verða að leggja hart að sér. Ég óttast að liðið gæti farið í það horf að leika bara vel á heimavelli sínum á Eastlands. Liverpool hefur byrjað mjög vel og allt virðist vera að smella saman hjá liðinu. Það er skammt liðið á leiktíðina en, höfum þó ekki hátt um það, hefur gengið vel hingað til.

Úrskurður: Manchester City v Liverpool 1:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan