Fernando ánægður með mörkin gegn Everton
Fernando Torres skoraði tvívegis á Goodison Park í gær og tryggði Liverpool 2:0 sigur. Spánverjinn var ánægður með að skora á nýjan leik eftir að hafa ekki skorað frá því á fyrsta leikdegi en þá tryggði hann Liverpool 1:0 útisigur gegn Sunderland. Hann var því skiljanlega ánægður eftir leikinn.
"Það er oft langur tími fyrir sóknarmann að hafa ekki skorað í sex leikjum. Þetta hafði þó ekki áhrif á sjálfstraustið hjá mér því ég vissi að mörkin kæmu ef ég héldi áfram að leggja hart að mér. Núna vil ég bara halda áfram og skora aftur í Meistaradeildinni í næstu viku. Mig langar til að bæta árangur minn frá síðustu leiktíð þegar ég skoraði 33 mörk."
Mörkin tvö tryggðu Liverpool mikilvægan og sætan sigur á erkifjendum sínum.
"Þetta voru mikilvæg þrjú stig sem við fengum í dag. Við vissum alveg hversu mikla þýðingu þessi leikur hafði fyrir stuðningsmennina og leikmennina því við vildum vera uppi við topp deildarinnar. Við höfum trú á, að ef við verðum í einu af þremur til fjórum efstu sætunum og í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í janúar, þá getum við átt frábæra leiktíð."
Fernando Torres hefur nú þegar gert Bláliðum gramt í geði, á ferli sínum hjá Liverpool, því hann er búinn að skora þrjú mörk í tveimur grannarimmum. Hann skoraði sigurmark Liverpool á Anfield Road þegar liðin mættust þar á síðustu leik og vonandi á hann eftir að skora mörg mörk í viðbót gegn Everton!
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum