Mark spáir í spilin

Spádómarnir birtast á vefsíðu BBC og Mark spáir alltaf um alla leiki helgarinnar í Úrvalsdeildinni. Undirritaður þýðir spána um leik Liverpool og stefnt er að því að spádómurinn birtist hér á síðunni á föstudögum.
Fróðleiksmolar frá BBC
- Þetta er 47. leiktíð Liverpool í röð í efstu deild.
- Fernando Torres skoraði flest mörk fyrir Liverpool á síðustu leiktíð eða 33 talsins.
- Hinn 24 ára gamli Spánverji var jafn í öðru sæti í markaskorun í Úrvalsdeildinni með 24 mörk.
- Markvörðurinn Jose Reina var eini leikmaður Liverpool sem lék allar mínútur í 38 leikjum Liverpool í Úrvalsdeildinni.
- Jamie Carragher lék flesta leiki Liverpool í öllum keppnum eða 55 af 59.
- Leikur liðanna á Ljósvangi á síðustu leiktíð. 25. ágúst 2007: Sunderland : Liverpool. 0:2. Mörk Liverpool: Mohamed Sissoko (37. mín.) og Andriy Voronin (87. mín.). Markið sem Momo skoraði var 4000. deildarmarkið í sögu Liverpool. Þetta var eina markið sem hann skoraði fyrir Liverpool.
Spá Mark Lawrenson
Sunderland v Liverpool
Liverpool virtist ekki vera komnir í gang gegn Standard Liege í Meistaradeildinni en ætti Steven Gerrard að vera kominn aftur og fyrsti leikur í Úrvalsdeildinni kveikir alltaf í liðum. En liðið hans Roy Keane verður tilbúið í slaginn. Roy hefur nú hætt að kaupa leikmenn úr næst efstu deild og hefur tekið til við að kaupa leikmenn sem hafa leikið hundruðir leikja í efstu deild. Þetta skiptir sköpum og ég held að liðið gæti byrjað leiktíðina með því að ná einu stigi.
Úrskurður: Sunderland v Liverpool. 1:1.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum