Verðum að bæta okkur
Maður leiksins gegn Standard Liege, Pepe Reina, veit að leikmenn liðsins þurfa að bæta leik sinn verulega ef ekki á illa að fara í seinni leiknum sem fram fer á Anfield eftir tvær vikur.
Leikmenn Liverpool verða að hysja upp um sig brækurnar strax á laugardaginn þegar þeir mæta Sunderland í fyrsta leik í ensku Úrvalsdeildinni. Sunderland hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum í sumar og hafa styrkt sig mikið, það er því ljóst að leikurinn verður erfiður því Sunderland vilja sýna sig og sanna á heimavelli í fyrsta leik.
Pepe Reina, sem var hetja gærkvöldsins gegn Standard Liege sagði þetta þegar opinber heimasíða félagsins tók hann tali eftir að liðið lenti í Liverpool í morgun.
,,Við spiluðum virkilega illa og það er ljóst að við þurfum að bæta okkur fyrir leikinn á Anfield," viðurkenndi Reina. ,,Það jákvæða í þessu er að við náðum góðum úrslitum, við héldum hreinu og þetta er enn í okkar höndum. En við spiluðum ekki vel."
,,Ég veit ekki hvort að boltinn fór yfir línuna þegar ég sló hann í burtu," sagði Reina um atvikið snemma í fyrri hálfleik þegar hann bjargaði með ævintýralegri markvörslu. ,,Ég verð að sjá þetta endursýnt í sjónvarpinu. Að verja vítaspyrnur er alltaf erfitt en, eins og ég segi, þá náðum við þó að minnsta kosti góðum úrslitum en við verðum að bæta leik okkar."
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum! -
| Sf. Gutt
Ógleymanlegt! -
| Sf. Gutt
Sex fyrirliðar í röðum Liverpool! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan