| Ólafur Haukur Tómasson

Þrír Ungverjar á reynslu

Liverpool hefur boðið þremur Ungverskum strákum á reynslu hjá félaginu. Varnarmennirnir David Kelemen og Norbert Ode, ásamt miðjumanninum Zsolt Poloskei, eru þessa stundana að æfa með varaliðinu, undir stjórn Gary Abletts.

Leikmennirnir eru sextán og sautján ára gamlir og koma þeir til félagisins vegna samkomulags milli Liverpool og MTK Hungaria. Á síðasta ári komu þeir Peter Gulacsi, Krisztian Nemeth og Andras Simon til félagsins, fyrst til reynslu og svo voru þeir fengnir til félagsins.

Allir þrír hafa heillað starfsliðið á Melwod, og þá einna sérstaklega Nemeth sem að lék eins og engill í varaliðsdeildinni og skoraði níu mörk og átti stóran þátt í að tryggja Liverpool varaliðstitilinn.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan