| Sf. Gutt

John Arne í læknisskoðun hjá Roma

Margt bendir til þess að John Arne Riise muni ganga til liðs við ítalska liðið Roma. Að minnsta kosti eru viðræður um vistaskipti hafnar og hann gekkst undir læknisskoðun í dag. Opinber vefsíða Roma greinir frá því að forráðamenn félagsins hafa fengið leyfi frá Liverpool til að hefja viðræður með það að markmiði að ná samkomulagi um kaup og kjör við Norðmanninn.

John Arne vill færa sig um set og telur að hann muni hafa gott af vistaskiptum.

"Ég þarf á því að halda að spila knattspyrnu. Ég þarf líka að spila með liði þar sem ég get tekið framförum því ég veit að ég get orðið betri knattspyrnumaður. Þegar skipt er um félag þá kemur það út eins og nýtt upphaf og maður getur tekist á við nýjar áskoranir."

Það verður að teljast býsna líklegt að John Arne Riise muni ganga til liðs við Roma. Forráðamenn Roma hafa mikinn áhuga á John Arne og framkvæmdastjóri liðsins hefur hælt Norðmanninum opinberlega upp á síðkastið. Vonandi gengur saman með Liverpool og Roma því það má ljóst vera að John Arne Riise er búinn að skila sínu besta fyrir Liverpool. Hann er búinn að spila með Liverpool frá 2001 og hefur lengst af staðið sig mjög vel en síðustu tvær leiktíðir, og sérstaklega nú þá síðustu, hefur fjarað undan ferli hans.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan