| Sf. Gutt

Burt með þig!

Patrik Berger hafði ekki betra af því að hvetja Gareth Barry, liðsfélaga sinn, til að ganga til liðs við Liverpool. Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Villa, var ekki skemmt og hefur nú ákveðið að Patrik fái ekki að leika aftur með Aston Villa!

"Ég varð bæði vonsvikinn og undrandi yfir ummælum þeim sem Patrik lét hafa eftir sér. Mér datt aldrei í huga að svona reyndur leikmaður myndi gera svona. Hann mun því ekki spila meira hér héðan í frá. Það sorglegasta við þetta allt er við borgum Patrik kaup en hann lætur sig samt hafa það að leggja það til að einn leikmaður okkar gangi til liðs við annað félag. Þetta er alveg út í hött. Ég held að Pat hafi nú áttað sig á mistökum sínum og hann er búinn að biðjast afsökunar. Hann sagðist ekki hafa meint neitt illt en skaðinn er skeður."

Patrik Berger hefur verið á mála hjá Aston Villa frá árinu 2005 en lítið leikið með liðinu vegna þrálátra meiðsla. Það var búist við því að hann myndi fara frá Aston Villa í vor og það er nú frágengið en aðeins fyrr en búist var við.

Vitað er Rafael Benítez hefur mikinn hug á að fá Gareth Barry til liðs við Liverpool. Á dögunum bauð Liverpool  í Gareth en nú er að sjá hvort það tekst að ná honum. Líklega hefur Patrik Berger ekki hjálpað til í málinu. Þó gekk honum eitt gott til!

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan