Insúa: Mig dreymir um Kop
Stuðningsmenn Liverpool sem fylgjast með slúðrinu á netinu þessa dagana sjá fleiri nöfn en símaskráin hérna Íslandi inniheldur orðaða við félagið. En þó er innan félagins einn ungur leikmaður sem dreymir um að ná að spila fyrir framan Kop og vonandi fær hann tækifæri svo við þurfum ekki að fara langt til að finna réttan starfskraft.
Argentíski unglingurinn Emiliano Insúa hefur undanfarið verið hrósað í hástert af varaliðsþjálfaranum Gary Ablett en Insúa var byrjunarliðsmaður í sterku varaliði Liverpool sem vann varaliðsdeildina sína og mætir Aston Villa í úrslitaleik um landsdeildina.
Eftir að hafa komið inná sem varamaður á St.Andrews um síðustu helgi er hinn 19 ára gamli Argentínumaður vongóður að spila sinn fyrsta leik á Anfield gegn Manchester City á sunnudaginn og vonar að hann komist í svokallaðan liðshóp á næsta ári en það eru leikmenn sem æfa með þeim bestu að sjálfsögðu, mönnum eins og Torres, Gerrard og fleirum.
Insúa sagði: "Ég naut þess að spila Birmingham leikinn. Það var frábært að fá að spila fyrir aðalliðið því þegar þú ert í varaliðinu þá viltu spila fyrir aðalliðið svo ég var mjög ánægður með að fá sénsinn. Ég hef ekki enn spilað á Anfield en það er eitthvað sem mig virkilega langar til að gera, það er draumur minn að spila á þessum frábæra velli og hlusta á alla áhorfendurna syngja söngvana sína.
Ef það gerist á þessu tímabili þá verð ég mjög ánægður. Ég hef horft á marga leiki úr stúkunni á Anfield og andrúmsloftið er frábært, svo ef ég fæ sénsinn að spila á Anfield í Ensku Úrvalsdeildinni þá væri það mjög stór stund fyrir mig sem knattspyrnumann."
Insúa sem er uppalinn hjá Boca Juniors, sýndi að hann er frábær sóknar bakvörður er varaliðið vann Ensku varaliðsdeildina, norður riðilinn. Ef hann mun spila sinn fyrsta leik á Anfield á sunnudaginn þá verður ekki langt í að hann geri það aftur því varaliðið mætir Aston Villa á Anfield á miðvikudaginn í leik um landstitilinn. Eftir það mun varaliðið mæta Man United í úrslitaleik Lanchashire County bikarsins.
Þetta hefur verið framúrskarandi tímabil fyrir hið óreynda lið Gary Abletts og Insúa segir að það sé mikil von meðal liðsins eftir að hann og Damien Plessis hafa verið kallaðir upp í aðalliðið til að spila.
"Varaliðið hefur gert mjög vel á þessu tímabili, unnum deildina okkar, svo allir leikmenn liðsins eru fullir sjálfstrausts. Það voru nokkrir leikmenn keyptir síðasta sumar og þeir hafa bætt sig mjög síðan þeir komu.
"Þetta hefur verið frábært ár fyrir okkur og núna hlakkar okkur til að spila úrslitaleikinn, mitt takmark er þó að spila með aðalliðinu. Það er mikið af frábærum leikmönnum hjá Liverpool en mitt starf er sýna að ég geti spilað með þeim. Til að gera það þarf að leggja sig fram á æfingum og einnig í leikjum og þegar maður fær tækifærið, eins og ég gegn Birmingham þá þarf ég að vera tilbúinn.
"Plessis spilaði virkilega vel þegar hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Arsenal og hann gerði einnig vel um síðustu helgi gegn Birmingham. Þegar hann spilaði gegn Arsenal vorum við allir liðsfélagar hans í varaliðinu mjög ánægðir fyrir hans hönd, sérstaklega af því hann spilaði svo vel. Þetta gaf okkur einnig mikla von, von um að komast í aðalliðið" sagði Emiliano Insúa.
Eftir að hafa fylgst vel með framförum Insúa allt tímabil er Ablett ekki í neinum vafa um að vinstri bakvörðurinn ungi hafi alla burði til að verða byrjunarliðsmaður á Anfield. Hann segir þó að þetta sé mikið komið undir honum sjálfum að sýna sig og sanna.
"Ég tel að það sé komið undir Emiliano," sagði Ablett. "Hann hefur hæfileika en hann verður að vera viss um að hann sé tilbúinn andlega. Tungumálaörðuleikar eru mjög algengir meðal leikmanna frá hans heimalandi en hann er að venjast enskunni, reyndar getur Benítez talað spænsku við hann en ég á stundum erfitt með að koma skilaboðum til hans en ég er reyndar með hjálp frá Angel (Vales) og Antonio (Gomez). [Varaliðsþjálfarar]
Það verður spennandi að fylgjast með hvort hann fái að spila gegn Manchester City á morgun en það er sannarlega mikil framtíð fyrir þessum efnilega leikmanni og verður gaman að fylgjast með hvar hann verður í framtíðinni, hvort sem það verður á Anfield eða annarsstaðar!
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!