| Arnar Magnús Róbertsson

Rafa: Fjórða sætið er okkar

Rafael Benítez hrósaði liði sínu fyrir góðan seinni hálfleik er það náði 2-2 jafntefli gegn Birmingham á St. Andrews eftir að hafa lent undir 2-0. Úrslitin þýða að Liverpool er með 3 stiga forskot á Everton sem á þrjá leiki eftir en með mun lakari markatölu en Liverpool svo það þarf mikið að gerast svo Everton nái í 4. sætið. Benítez finnst að liðið geti nú byrjað að hugsa eingöngu um meistaradeildina en Liverpool mætir Chelsea á miðvikudaginn vitandi að 4. sætið sé öruggt.

"Hugmyndin var að sigra og tryggja 4. sætið. Við náðum því ekki en jafntefli var annar möguleiki og það setur okkur í mjög sterka stöðu. Núna getum við hugsað um næsta leik gegn Chelsea og vonandi getum við farið áfram og verið tilbúnir í úrslitaleikinn ef að því kemur. Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn því liðið spilaði mun betur þá, að skora tvö mörk og skapa fullt að færum var mjög jákvætt. Við byrjuðum leikinn vel og stjórnuðum fyrsta hálftímanum en svo fengum við á okkur markið. Svo í hálfleik töluðum við um hvernig við gætum spilað betur í seinni hálfleik og mér fannst leikmenn mjög jákvæðir að standa sig betur.

"Það er skylda að tryggja áframhaldandi þáttöku í meistaradeildinni að ári. Við erum nánast tryggðir með 4. sætið svo við getum byrjað að hugsa alfarið um Chelsea. Ég vill enda eins ofarlega og hægt er en stundum er það bara ekki hægt svo við verðum að sætta okkur við 4. sætið og reyna að gera vel í meistaradeildinni."

Benítez gerði níu breytingar frá leiknum við Chelsea í vikunni og viðurkenndi að góð frammistaða Jermaine Pennant og Peter Crouch gerði honum erfiðara fyrir með liðsval fyrir leikinn á Stamford Bridge.

"Í dag [laugardag] þurftum við að gera breytingarnar til að halda leikmönnum ferskum fyrir miðvikudaginn og einnig að fá ferskari lappir í þennan leik. Við bjuggum til fullt að færum svo við gerðum allt rétt eiginlega," sagði Benítez

"Auðvitað ef þú hefur leikmenn sem eru að spila vel þá eiga þeir möguleika að spila næsta leik og það var annað jákvætt í dag. Pennant var mjög ógnandi allan leikinn og hann er möguleiki á hægri vænginn og þegar hann er að spila vel þá er hann mjög hættulegur."

Liverpool virtist vera að tapa sínum fimmta leik á tímabilinu þangað til ellefta mark Peters Crouch leit dagslins ljós og svo loks skallamark Yossi Benayoun sem reyndar gæti verið skráð sem sjálfsmark eftir að skalli Ísraelsmannsins fór af Raidi Jaidi og í netið, en mörk Birmingham skoruðu Mikael Forssell og Sebastian Larsson úr frábærri aukaspyrnu sem minnti um margt á David Beckham.

Liverpool byrja núna að hugsa um miðvikudaginn og risaleikinn við Chelsea sem unnu Manchester United á Brúnni um helgina 2-1, sem þýðir að Chelsea og Man United eru jöfn á toppnum en þó er Man Utd með mun betri markatölu.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan