| Ólafur Haukur Tómasson

Riise tjáir sig um sjálfsmarkið

John Arne Riise sem að skoraði sjálfsmark gegn Chelsea á lokasekúndum leik liðanna síðastliðinn þriðjudag tjáir sig nú loksins um atvikið.

Hann sagði: "Það er mjög svekkjandi að sjá boltann á leiðinni í eigið net, sérstaklega á svona stundu."

"Hvað get ég sagt? Ég skammast mín og ég er niðurbrotinn."

Riise veit samt alveg hvernig á að bregðast við þessu og vill ólmur hjálpa samherjum sínum í að leggja Chelsea að velli í seinni viðureign liðanna.

"Stundum upplifir maður svona hluti og fyrir varnarmenn þá gerist þetta einstaka sinnum, og nú lenti ég í þessu. Ég veit hversu sterkur ég er andlega, og nú er það sem máli skiptir hvernig maður jafnar sig.

Ég hef upplifað erfiðari hluti og ég veit að ég mun læra af þessu. Ég er vonsvikinn en ég mun alls ekki hengja haus, ég verð að nýta þetta í eitthvað jákvætt!" bætti hann við.

Margir liðsfélagar Riise, til dæmis þeir Steven Gerrard og Jose Manuel Reina hafa komið fram og sagt það að allt liðið styðji við bakið á honum.

Vonandi mun Riise bæta fyrir þessi mistök þegar liðin mætast aftur en hann hefur skorað nokkur mörk gegn Chelsea, og eru þau hver öðru fallegra.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan