Fabio Aurelio kominn í sumarfrí
Það á ekki af Fabio Aurelio að ganga. Hann var borinn meiddur af leikvelli gegn Chelsea í gærkvöldi og samkvæmt fréttum þá mun hann ekki leika meira á leiktíðinni.
Fabio meiddist illa á nára og það munu sama og engar líkur á að hann verði búinn að ná sér áður en þessari leiktíð lýkur.
Fabio er búinn að leika vel núna eftir áramótin og hann er besti kosturinn í stöðu vinstri bakvarðar. Hann hefur einfaldlega tekið stöðuna af John Arne Riise á þessari leiktíð. Þetta er því mikið áfall fyrir Liverpool.
Brasilíumaðurinn er búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli á þessum tveimur leiktíðum sem hann er búinn að vera hjá Liverpool. Skemmst er að minnast þess að hann sleit hásin undir vorið í fyrra og meira væri hægt að nefna í sambandi við hrakfarir hans. Fabio er búinn að leika 54 leiki með Liverpool og skora eitt mark.
-
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum! -
| Sf. Gutt
Frábær árangur á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Vonlaust mál! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð!