| Arnar Magnús Róbertsson

Steven Gerrard: Við ætlum áfram

Steven Gerrard er staðráðinn í að koma Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð og hefur varað Chelsea við að Liverpool verði ekki værukærir eftir að hafa unnið Chelsea síðustu tvö skipti. Liverpool ætlar að gera allt sem þeir geta til að komast til Moskvu sagði fyrirliðinn.

Steven Gerrard er bjartsýnn á liðið nái góðum úrslitum í kvöld svo þeir geti farið með góða stöðu á Stamford Bridge, en fyrri leikurinn verður leikinn á Anfield í kvöld eins og ég held að flestir viti.

"Ég persónulega hef mikla trú á að við getum farið þarna og komist í annan úrslitaleik," sagði Gerrard við tímarit LFC matchday sem kemur út á leikdag og er dreift til áhorfenda.

"Við vitum hvað verða góð úrslit fyrir okkur til að fara með til London í næstu viku. Við vitum hvað við þurfum að gera til að koma okkur til Moskvu!

"Þetta eru ekki geimvísindi. Við þurfum að halda hreinu og við þurfum að skora, 1-0 sigur væri frábært, 2-0 væri ennþá betra. En þrátt fyrir að við náum ekki að vinna fyrri leikinn gerir það ekki okkur að ólíklegra liðinu, því ef ég veit eitthvað um okkur sem lið þá er það að við gefumst aldrei upp."

Liverpool náðu endurkomu allra endurkomna þegar þeir unnu Meistaradeildina gegn AC Milan árið 2005 og Gerrard segir að sú reynsla og sá andi sem var yfir liðinu þá geti hjálpað þeim í þessari rimmu gegn Chelsea.

"Sum lið gefast upp þegar á móti blæs, en það gerum við ekki," sagði Gerrard.

"Við munum berjast og trúa á okkur sjálfa að við getum unnið. Þetta er stærsti titill sem hægt er að vinna í evrópskum fótbolta og við viljum vinna. Ég held að það sé ekki leikmaður, þjálfari eða stuðningsmaður nokkurs liðs í Evrópu sem seigir ekki að þetta sé stærstu verðlaun sem hægt er að vinna í Evrópu!

"Þess vegna erum við svo ákveðnir í að vinna hann og stuðningsmenn okkar eru því sammála, þeir munu hjálpa okkur á Anfield eins og alltaf, það eru fáir ef einhver völlur í heiminum sem hefur eins gott andrúmsloft og Anfield, það hefur mikil áhrif á gestaliðið og það er ekkert grín heldur staðreynd!"

Liverpool hafa slegið Chelsea tvisvar áður út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar en þá byrjuðu þeir á að spila fyrri leikinn á Stamford Bridge, nú er Anfield á undan en Steven Gerrard er fullviss um það að það skipti nákvæmlega engu máli.

"Stamford Bridge er stór völlur, en þar myndast ekki eins sterkt andrúmsloft og á Anfield og það mun sannarlega ekki hafa áhrif á okkur, ekki séns," sagði miðjumaðurinn knái og bætti við. "Ef við þurfum að fara þangað og klára verkið er ég viss um að okkur muni takast það."

"Við þurfum að vera ákveðnir og einbeittir að klára þessa leiki áður en við förum að hugsa um Moskvu. Chelsea munu nýta sér alla sénsa sem þeir fá en þeir vita hversu skeinuhættir við erum. Þeir sáu Arsenal leikina og vita því hversu stórt verkefni þeir eiga fyrir höndum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan