| HI

Liverpool-Chelsea, tölfræði

Þetta er í 15. sinn sem Liverpool kemst í undanúrslit í Evrópukeppni, og í níunda sinn í þessari keppni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Liverpool mætir sama félaginu í Evrópukeppni fjögur ár í röð.

Liverpool mætir ensku liði í Evrópukeppni í áttunda sinn.

Steven Gerrard setti nýtt félagsmet gegn Arsenal í síðustu umferð þegar hann skoraði í fjórða heimaleiknum í röð í Evrópukeppni.

Mark Sami Hyypia gegn Arsenal fyrir tveimur vikum var þriðja mark hans í fjórðungsúrslitum í meistaradeildinni. Hann hafði áður skorað gegn Bayer Leverkusen 2002 og Juventus 2005.

Liverpool hefur spilað 14 undanúrslitaleiki í Evrópukeppni á Anfield - unnið 11 og gert tvö jafntefli. Eina tapið var gegn Leeds í Fairs Cup 1971.

Liverpool hefur haldið hreinu í níu undanúrslitaleikjum í röð í Evrópukeppni á Anfield. Síðast skoraði Barcelona 1976.

Aðeins Sandro Mazzola (Inter Milan), Billy Bremner (Leeds) og Carlos Rexach (Barcelona) hafa skorað fyrir andstæðing á Anfield í undanúrslitum í Evrópukeppni.

Í sex síðustu leikjum þessara liða í Meistaradeildinni hafa aðeins verið skoruð þrjú mörk, og öll hafa þau komið á fyrsta hálftíma leikjanna.

Liverpool hefur skorað fleiri mörk en nokkuð annað lið í Meistaradeildinni á síðustu 15 mínútum leikjanna - alls 12.

Gegn enskum liðum í Meistaradeildinni hefur Liverpool unnið fjóra leiki, gert sex jafntefli og tapað fjórum leikjum, bæði heima og heiman.

Leikmenn Liverpool hafa skorað 16 þrennur í Evrópukeppni. Síðasta þrennan kom frá Yossi Benayoun gegn Besiktas í október.

Liverpool og Chelsea hafa mæst 18 sinnum í öllum keppnum frá því sumarið 2004. Aðeins tveir leikmenn, Jamie Carragher og Frank Lampard, hafa spilað alla þessa leiki.

Í sex síðustu Evrópuleikjum þessa liða eru Steven Gerrard og Jamie Carragher einu leikmenn Liverpool sem hafa spilað þá alla.

Síðan Liverpool tapaði fyrir Inter Milan 1965 hefur Liverpool slegið út andstæðing sinn í undanúrslitum keppninnar um Evrópubikarinn, þegar liðið hefur komist þangað.

Liverpool tapaði fyrir Chelsea í úrslitum deildarbikarsins 2005 en lyfti síðan Evrópubikarnum um vorið. Á þessu tímabili vann Chelsea einnig leik sinn gegn Liverpool í deildarbikarnum.

Steven Gerrard er tveimur mörkum frá persónulegu markameti sínu á einu tímabili. Það setti hann fyrir tveimur tímabilum, þegar hann skoraði 23 mörk.

Sami Hyypia hefur skorað fjögur mörk fyrir Liverpool á þessu tímabili. Hann hefur mest skorað fimm mörk, en hefur náð því þrisvar.

Aðeins Steven Gerrard (21), Ian Rush (14) og Terry McDermott (12) hafa skorað fleiri mörk í keppninni um Evrópubikarinn fyrir Liverpool en Peter Crouch. Hann hefur nú skorað 11 mörk.

Mark Jermaine Pennant gegn Fulham á laugardaginn var annað mark hans í síðustu þremur leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.

Fernando Torres hefur skorað 12 mörk í síðustu 11 leikjum sem hann hefur byrjað.

Liverpool hefur skorað 77 mörk á Anfield í vetur. Þetta er það mesta sem þeir hafa skorað á heimavelli í 22 ár.

Þessi leikur er sléttum tveimur árum eftir að Liverpool sló Chelsea út í undanúrslitum enska bikarsins á Old Trafford.

Ef Manchester United slær Barcelona út verður þetta í þriðja sinn sem tvö lið frá sama landi leika til úrslita um Evrópubikarinn. Real Madrid og Valencia léku úrslitaleikinn árið 2000 og AC Milan og Juventus þremur árum síðar.

Chelsea hefur leikið 120 leiki í Evrópukeppni, unnið 65, gert 31 jafntefli og tapað 24. Í keppninni um Evrópubikarinn hefur liðið spilað 72 leiki; unnið 37, gert 20 jafntefli og tapað 15.

Þetta er 16. tímabil Chelsea í Evrópukeppni og það sjötta í keppninni um Evrópubikarinn. Þetta er í fjórða sinn sem liðið kemst í úrslit, öll tilvikin eru á síðustu fimm tímabilum, þ.e. 2003-04, 2004-05 og 2006-07.

Undanúrslitin í fyrra voru þau fyrstu í sögunni þar sem þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Mark Daniels Agger var 50. markið sem Chelsea fékk á sig í Evrópukeppni.

Chelsea er eina liðið í undanúrslitunum sem aldrei hefur spilað úrslitaleikinn um Evrópubikarinn. Ef þeir vinna hann verður liðið það fyrsta frá London sem nær þeim árangri.

Chelsea hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í tíu Evrópuleikjum í vetur. Þeir hafa skorað 15 mörk í þessum leikjum.

Ashley Cole gæti orðið fyrsti enski leikmaðurinn sem spilar úrslitaleik um Evrópubikarinn fyrir tvö félög. Hann spilaði fyrir Arsenal gegn Barcelona í París fyrir tveimur árum.

Michael Essien, Claude Makelele og Joe Cole hafa komið við sögu í öllum tíu Evrópuleikjum Chelsea í vetur. Essien er hins vegar í leikbanni í þessum leik, rétt eins og í fyrri leik þessara liða í undanúrslitunum í fyrra.

Chelesa hefur notað 24 leikmenn í Evrópuleikjum sínum í vetur, og átta leikmenn hafa skorað mörkin fyrir þá.

Liðið hefur aðeins tapað einum leik (gegn Fenerbache) af síðustu tíu í öllum keppnum á þessu tímabili.

Þeim hefur aðeins einu sinni mistekist að skora í síðustu 14 leikjum. Það var í tapleik gegn Barnsley í enska bikarnum í síðasta mánuði.

Síðan Avram Grant tók við stjórninni hefur Chelsea aðeins tapað 5 sinnum í 48 leikjum í öllum keppnum.

Fjórir leikmenn Chelsea hafa komið við sögu í öllum sex síðustu Evrópuleikjum liðsins gegn Liverpool. Þetta eru Frank Lampard, Petr Cech, Didier Drogba og John Terry.

Átta núverandi leikmenn Chelsea hafa spilað úrslitaleik um Evrópubikarinn á ferlinum. Andriy Schevchenko er sá eini sem hefur gert það tvisvar. Báðir leikirnir voru með AC Milan, 2003 og 2005.

Frá byrjun tímabilsins 2004-05 hafa liðin mæst 18 sinnum í öllum keppnum. Í þeim leikjum hafa 86 leikmenn komið við sögu - 45 hjá Liverpool og 41 hjá Chelsea.

Didier Drogba og Salomon Kalou stefna að því að vera fyrstu leikmennirnir frá Fílabeinsströndinni til að vinna þennan titil.

Chelsea hefur unnið Evrópukeppni bikarhafa tvisvar, 1971 og 1998. Þeir unnu einnig stórbikar Evrópu 1998.

Jon Obi Mikel á 21 árs afmæli þegar leikurinn fer fram. 

Dómari leiksins er Konrad Plautz, 43 ára Austurríkismaður. Hann hefur dæmt fjóra Evrópuleiki hjá Liverpool (alla í meistaradeildinni) og hefur Liverpool unnið tvo og tapað tveimur. Sigrarnir komu gegn Spartak Moskvu (2002-03) og Real Betis(2005-06). Tapleikirnir voru gegn Benfica (2005-06) og heimaleikurinn gegn Marseille í október síðastliðnum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan