| HI

Gillett býður fulltrúum DIC á Chelsea-leikinn

Eigendadramað hjá okkar heitt elskaða félagi heldur áfram. annar eigandinn, George Gillett, hefur nú boðið fulltrúa DIC frá Dubai á leikinn gegn Chelsea á morgun sem sína sérstöku gesti. Gillett hefur sem kunnugt er reynt að selja sinn hlut í Liverpool til DIC. Gillett verður reyndar ekki á vellinum sjálfur vegna veikinda en Foster sonur hans mun taka á móti þeim DIC-mönnum í hans stað. Meðal gesta á leiknum verður forstjóri DIC, Samir Al-Ansari, en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool.

Ekki er líklegt að þetta verði til að lægja öldurnar. Tom Hicks hefur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Gillett selji sinn hlut til DIC, og hefur á sama tíma lýst yfir áhuga á að kaupa félaga sinn út. Það er nokkuð sem Gillett vill alls ekki gera.

Tom Hicks hafði í hyggju að vera á vellinum, í það minnsta hefur hann talað í þeim dúr síðustu daga. Ef það gerðist yrði hann hins vegar líklega að deila stúku með þeim DIC-mönnum og ólíklegt er að hann hafi sérstakan áhuga á því.

Þess má að lokum geta að dómstólar munu væntanlega úrskurða fyrir sumarið hvort neitun Hicks á sölu Gillett á hlut sínum til DIC standist lög. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan