| Sf. Gutt

Steven er búinn að fá grænt ljós!

Líklega léttir flestum stuðningsmönnum Liverpool við að fá þær fréttir Steven Gerrard er orðinn góður af hálseymslum sínum. Hann æfði með félögum sínum í morgun þegar leikmenn Liverpool æfðu á Melwood og getur leikið með gegn Chelsea annað kvöld. Rafael Benítez staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. Spurningu um heilsufar Steven Gerrard svaraði hann svo. "Jú, hann er leikfær. Hann var á æfingu núna í morgun svo það er allt í lagi með hann."

Kannski notaði Rafael prófið sem hann sagði frá, í frétt í morgun, til að finna út hvort Steven Gerrard væri orðinn góður í hálsinum.

Þeir Sami Hyypia og Javier Mascherano voru eitthvað stirðir eftir leikinn gegn Fulham á laugardaginn en reiknað er með því að þeir verði leikfærir fyrir leikinn við Chelsea.

 

 

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan