| Sf. Gutt

Von um að Steven verði leikfær

Steven Gerrard er búinn að vera slæmur í hálsi frá því fyrir helgi. Hann mun þá hafa stífnað upp eftir að hafa skallað boltann of oft!Það er þó vonast til að hann verði orðinn leikfær fyrir fyrri hluta Englandsorrustunnar gegn Chelsea annað kvöld. Rafa ætlar að sjálfur að prófa fyrirliðann!

"Meiðsli á hálsi eru alltaf varasöm. Það þarf að fara varlega og gefa sér tíma. Ég held að hann hafi verið eitthvað betri á laugardaginn. Þeir Jose Reina og Steve Finnan áttu í svipuðum meiðslum sem tóku sinn tíma. Hann vildi spila um daginn en þá gat hann bara litið til hægri svo ég sagði honum að hann gæti þá bara spilað á vinstri kantinum. Við verðum að sjá hvort hann geti litið í hina áttina núna. Hann á eftir að segjast vilja spila. Ég veit þó um auðvelda leið til að finna út hvort hann sé leikfær. Ég kem bara aftan að honum og banka á vinstri öxlina hans. Ef hann getur snúið höfðinu að mér í þá átt án þess að finna til þá vitum við að hann getur spilað!"

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan