Gerrard tæpur fyrir Chelsea-leikinn
Óvíst er hvort Steven Gerrard fyrirliði Liverpool geti verið með gegn Chelsea í meistaradeildinni á þriðjudag vegna meiðsla í hálsi. Gerrard missti af sigrinum gegn Fulham í dag vegna þessara meiðsla.
"Við vitum ekki eins og er hvort hann geti verið með. Steven vinnur nú með sjúkraþjálfurum. Ástand hans er að batna en það er enn of snemmt að segja til um hvort hann geti leikið. Maður þarf alltaf að fara varlega þegar hálsinn er annars vegar," sagði Rafael Benítez eftir leikinn.
Sami Hyypia og Javier Mascherano þurftu báður að yfirgefa völlinn í Fulham-leiknum en Benítez segir þau meiðsl ekki alvarleg. "Hyypia ætti að vera orðinn heill. Hann fann fyrir svima eftir að hafa fengið höfuðhögg en ég held að hann sé búinn að jafna sig á því. Mascherano fékk þrjú högg á sig en ég held að hann sé í lagi líka."
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður