| Ólafur Haukur Tómasson

Rafa ánægður með hugarfar Pennant

Jermaine Pennant var ekki í leikmannahópi Liverpool sem að mætti Arsenal í Meistaradeild Evrópu. Hann var að öllum líkindum ósáttur við það en hann brást við því á fremur óvenjulegan hátt. Hann bað Rafael Benítez um að fá að spila með varaliði Liverpool gegn Everton. Rafa Benítez varð mjög ánægður með hugarfar Jermaine Pennant.

"Ég var mjög ánægður með Jermaine því hann hefur vitaskuld verið óánægður með að hafa ekki verið í hópnum í Meistaradeildinni.

Þetta var mikilvægur leikur gegn félagi sem hann lék áður með svo ég skil vel að hann hafi ekki verið ánægður. En í stað þess að kvarta þá bað hann um að fá að spila með varaliðinu. Við báðum hann ekki um það heldur bað hann okkur um það.

Starfslið mitt sagði mér að ekki aðeins hefði Jermaine spilað vel gegn Everton heldur hafi hann verið mjög jákvæður og duglegur við að aðstoða yngri leikmenn í liðinu." sagði Rafael Benítez.

Jermaine Pennant var í liði Liverpool í gær sem að mætti Arsenal og átti nokkra góða spretti í leiknum. Hann var í byrjunarliðinu og var skipt útaf á 66. mínútu leiks en þá var hann kominn með gult spjald. Það er alls ekki ólíklegt að hann verði í leikmannahópi Liverpool fyrir seinni viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn kemur.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan