Eitt hundrað mörk!
Markið sem Fernando Torres skoraði gegn Everton var sérlega gleðilegt í alla staði. Það færði Liverpool sigur gegn Everton. Þar fyrir utan markaði markið líka nokkur tímamót á leiktíðinni hjá Liverpool. Markið var það eitt hundraðasta sem Liverpool skoraði á þessari leiktíð!
Reyndar vakna spurningar eftir markið góða! Hvernig má það vera að lið, sem er að sögn mjög varnarsinnað, geti skorað svona mörg mörk? Liverpool er nefnilega eina liðið á Englandi sem hefur skorað eitt hundrað mörk á þessari leiktíð! Kannski er liðið bara eftir allt ekki eins varnarsinnað eins og margir telja!
Markahæstu menn Liverpool:
Fernando Torres 28
Steven Gerrard 19
Yossi Benayoun 10
Peter Crouch 9
Dirk Kuyt 9
Þessi staða markahæstu manna er miðuð við síðasta sunnudag eftir leikinn við Everton.
MARK!!!!!
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður