Grannaslagur númer 207!
Liverpool og Everton ganga á hólm í 207. sinn á morgun. Allt er tilbúið fyrir enn einn stórslag þessara fornu keppinauta. Liverpool vann fyrri leik liðanna á þessari leiktíð þegar tvær vítaspyrnur Dirk Kuyt tryggðu Liverpool 2:1 sigur á Goodison Park. Hann varð þá um leið fyrsti leikmaðurinn í þessum 207 leikjum til að skora úr tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Liverpool hefur unnið 80 af leikjunum, Everton 64 og 62 sinnum hafa liðin skilið jöfn. Þetta verður í 178 sinn sem Liverpool og Everton leiða saman hesta sína í deildarleik.
Hér á Liverpool.is er til umfjöllun um rimmur Liverpool og Everton. Það er ekki úr vegi að líta á hana á meðan að beðið er eftir leik númer 207!
-
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora -
| Sf. Gutt
Aftur endurkomusigur á útivelli! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með 300 deildarleiki -
| Sf. Gutt
Trent ekki tilbúinn -
| Sf. Gutt
Leikmannahópar Liverpool tilkynntir