| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Þá er komið að 207. borgarslag Liverpool og Everton. Eins og alltaf þá er mikið í húfi. Að þessi sinni má þó segja að ögn meira sé í húfi en venjulega. Liverpool liðin berjast nú um fjórða sæti deildarinnar. Ólíklegt verður að teljast að liðin nái að komast ofar í stigatöflunni. Vissulega eru lið fyrir neðan sem gætu farið upp fyrir þau en sem stendur virðist bara vera spurning um hvort liðið nær fjórða sætinu. Það sæti færir, eins og allir vita, keppnisrétt í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Þegar liðin mættust, á svipuðum tíma, á leiktíðinni 2004/2005 var staðan svipuð. Bæði lið áttu möguleika á að ná fjórða sætinu. Liverpool vann þá 2:1 á Anfield Road en það ver Everton sem náði fjórða sætinu. Liverpool á hinn bóginn endaði leiktíðina á að vinna Evrópubikarinn og sem Evrópumeistarar komst liðið í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Það sama gæti svo sem gerst aftur en Liverpool getur þó ekki treyst á sömu endalok og þá. Það er einfaldlega lykilatriði nú til dags að ná einu af efstu sætum deildarinnar. Ekki myndi það spilla ánægjunni af því að leggja Everton að velli að ná um leið að styrkja stöðu sína gagnvart grönnunum. Leikurinn á sunnudaginn er því gríðarlega mikilvægur. Stigin þrjú eru fyrir öllu en stoltið er líka í húfi og það er ekki lítils virði.

Liverpool gegn Everton á síðustu sparktíð: Það var stál í stál á Anfield Road þegar Liverpool og Everton leiddu saman hesta sína á Anfield Road á síðustu leiktíð. Hvorugt liðið skoraði mark. Reyndar skoraði Liverpool eitt en það taldist ekki löglegt.

 

Spá Mark Lawrenson 

Liverpool v Everton


Ef þessi leikur hefði verið spilaður fyrir mánuði eða svo þá hefði ég spáð Everton sigri. Núna er þó staðan sú að Tim Cahill er meiddur og Mikel Arteta virðist ekki vera að spila eins og hann getur best. Liðið hefur aðeins náð einu stigi í síðustu tveimur leikjum.

Liverpool þarf að ná sér í gang eftir leikinn við Manchester United í síðustu viku. Burt séð frá brottrekstri Javier Mascherano þá lék Liverpool langt frá því vel. Manchester United var alltaf sterkari aðilinn og þurfti ekki að spila mjög vel til að vinna. Mesta áhyggjuefni Liverpool var að miðja varnarinnar brást fimm sinnum. Þar hefur liðið jafnan verið mjög sterkt.

Úrskurður: Liverpool v Everton 2:0.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan