,,Dulúð" sem umlykur liðið í Evrópukeppninni
Jamie Carragher telur að ákveðin dulúð umlyki lið Liverpool í Evrópukeppninni sem gerir það að verkum að öll lið óttast að mæta þeim. Carra spilar sinn hundraðasta Evrópuleik með Liverpool á þriðjudaginn kemur og er hann fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem nær þeim árangri.
Hann telur að Liverpool eigi jafn mikla möguleika og önnur lið hvað varðar sigur í keppninni: ,,Þetta er allt önnur keppni og hentar okkur betur en Úrvalsdeildin en þar snýst leikurinn meira um styrk og hraða - en við búum ekki yfir ofsalega miklum hraða. En það er eitthvað sem við getum bætt hjá okkur."
,,Við erum með marga góða hugsandi leikmenn - sem þekkja leikinn. Leikurinn er aðeins hægari í Evrópu og því hentar það okkur betur. Ef við komumst áfram gegn Inter mun enginn vilja lenda gegn okkur útaf velgengni okkar í keppninni undanfarin ár. Það er ákveðin dulúð sem umlykur okkur vegna þess að fólk telur okkur ekki gera vel í deildinni en samt erum við alltaf góðir í Evrópukeppninni."
,,Áhorfendurnir á heimavelli spila stórt hlutverk. Að spila á Anfield gerir önnur lið áhyggjufull. Ég hef aldrei spilað á San Siro áður og ég hlakka mikið til - þetta gæti verið mitt eina tækifæri að spila á þessum velli. Við verðum að reyna að skora mark til að gera þeim erfiðara fyrir. Þá þyrfti martraðarvarnarmennsku til að hleypa þeim aftur inní leikinn og ég vil alls ekki taka þátt í því !"
Það virðist ekki vera svo langt síðan að Carra spilaði sinn fyrsta Evrópuleik gegn Celtic árið 1997. Níu og hálfu ári síðar er hann að undirbúa sig undir að stofna sinn eigin hundrað leikja klúbb í Evrópu en fyrsti leikmaðurinn til að komast inní klúbbinn með Carragher yrði þá Sami Hyypia en hann vantar 10 leiki uppá að ná 100 Evrópuleikjum fyrir félagið.
,,Að vera fyrsti leikmaður Liverpool til að ná 100 leikjum í Evrópu er sérstakt. Það mikilvægasta er að vinna bikara en það sýnir að maður sé að gera eitthvað rétt þegar maður hefur spilað svona marga leiki. Þetta er gaman fyrir mig því félagið er með svo mikla sögu í Evrópu. Þetta er eitthvað sem ég er stoltur af vegna þess að Liverpool er stórt félag. Það er erfitt að skrifa nýja kafla í söguna eða gera eitthvað sem enginn hefur gert áður."
,,Venjulega hjá Liverpool, hvað sem maður gerir, þá hefur einhver annar gert betur. Ég hugsa til baka þegar við unnum þrjá bikara árið 2001. Það var sérstakt tímabil en vegna þess að við erum Liverpool og það er svo mikil saga og velgengni hér þá talar fólk ekki um þetta í samanburði við aðra hluti. Svona er þetta hjá Liverpool."
,,Þess vegna var Istanbul árið 2005 svona sérstakt. Fólk mun ennþá tala um þetta 50 árum síðar. Það er aðeins þegar maður horfir til baka á svoleiðis leiki sem maður áttar sig á því hvað maður hefur áorkað. Og þegar maður loks áttar sig á því er stundin löngu liðin ! Ég myndi gjarnan vilja fara aftur til baka og upplifa þetta."
,,Maður nýtur stundarinnar örugglega aldrei til botns á meðan hún varir, það kemur síðar. Jafnvel nú, hugsa ég ekki um þessa hluti, þó hugsa ég reyndar stundum til baka varðandi Úrvalsdeildina. Ég vil ólmur vinna hana. En, þegar upp er staðið, ef það gerist ekki þá gerist það ekki - og svo er sigur í Evrópukeppninni ekki slæm huggun ef við vinnum aldrei deildina."
Carra segir að þó svo að hann leggi skóna á hilluna muni hann ekki hætta að fylgja liðinu um Evrópu. Carra hyggst ferðast um Evrópu til að fylgjast með liðinu með föður sínum og bróður.
Hann segir: ,,Kvöldið fyrir leik er mjög skemmtilegt kvöld fyrir þá sem ferðast til að styðja liðið og vonandi mun ég slást í hópinn ef ég verð ekki ennþá að vinna fyrir félagið þegar ferli mínum er lokið. Þetta er það eina sem ég hef sagt að ég muni sakna þegar ég hætti að spila: Evrópa. Fjölskylda mín og vinir hafa notið þess og þetta hefur verið mikið ferðalag fyrir okkur öll. Ég er ekki einn í þessu, allir sem tengjast mér eru með."
,,Þau ætla öll til Milan, eins og venjulega, og þegar drátturinn var ljós hlakkaði ég mikið til. Allir hjá félaginu hugsuðu, ó nei ekki Inter. En ég var mjög ánægður vegna þess að ég hef aldrei spilað á San Siro og kannski er þetta mitt eina tækifæri. Öll fjölskylda mín er spennt útaf þessu."
,,Stuðningsmennirnir vilja gera það sem ég geri sem leikmaður en þegar við vorum á HM með Englandi í Þýskalandi og hlutirnir voru ekki að ganga upp vildi ég miklu frekar vera á meðal stuðningsmannana! Þannig að þegar ég hætti að spila mun ég áfram halda að fara á leiki, en ég myndi ekki komast upp með það að ferðast á fyrsta farrými. Ég myndi þurfa að ferðast með félögunum."
Varðandi núverandi stöðu liðsins í Meistaradeildinni veit Carra að liðið má ekki tapa niður 2-0 forystu eftir fyrri leikinn.
,,Það er pressa á okkur þar sem öll hin ensku liðin eru komin áfram og þetta er ekki búið. Mér fannst þeir spila ansi vel á Anfield en ég hef heyrt að fólki fannst þeir lélegir, þannig að Guð má vita hvernig þeir spila á þriðjudaginn ef þeir spila vel. Ég held að við verðum að reyna að skora mark til að klára þetta. Auðvitað getum við ekki spilað hreinræktaðan sóknarbolta en við verðum að vera góðir framávið."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!