| Sf. Gutt

Ekkert mál!

Liverpool spilar seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar við Inter Milan á þriðjudagskvöldið. Liverpool er í góðri stöðu eftir 2:0 sigur í fyrri leiknum á Anfield Road. Massimo Moratti, forseti Inter er þó mjög bjartsýnn fyrir leikinn og telur ekkert mál að raða inn mörkum í seinni leiknum.

"Við eigum seinni leikinn eftir og hann verður á San Siro þar sem aðstæður verða okkur hliðhollari. Ef áhorfendur verða eins magnaðir og ég á von á þá verður leikurinn erfiður fyrir Liverpool. Ég hef trú á að allt fari vel. Það eru 90 mínútur framundan og við getum skorað 15 mörk ef við viljum."

Það skyldi þó aldrei vera að forsetinn sé búinn að tala við dómara leiksins!

Þess má geta að Inter Milan fagnaði nú um helgina 100 ára afmæli sínu. Markmiðið, fyrir leiktíðina, var að vinna Evrópubikarinn á þessum miklu tímamótum.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan