| Sf. Gutt

Dirk Kuyt er létt

Fyrir leikinn gegn Barnsley hafði Dirk Kuyt ekki skorað frá því í byrjun desember. Hann náði loks að skora gegn Barnsley og svo skoraði hann aftur í gærkvöldi. Markið gegn Inter Milan var reyndar áttunda mark hans á leiktíðinni og kannski kemur það mörgum á óvart að Dirk sé þó búinn að skora það mörg mörk.

"Mestu skipti að vera þolinmóður og bíða færis og ég var þakklátur fyrir að ná að skora. Ég var mjög ánægður með að hafa skorað og það var frábær stund þegar boltinn fór í markið. Það eru búnir að vera erfiðir tímar hjá mér en núna horfi ég bjartsýnn fram á veginn. Ég er hamingjusamur yfir því að hafa skorað en mestu skipti að við unnum fyrri leikinn gegn Inter. Verkið er þó bara hálfnað og við verðum að halda einbeitingu minni. Við erum þó mjög ánægðir með að hafa skorað tvö mörk og haldið markinu hreinu. Allir leikmennirnir lögðu mjög hart að sér og við höfðum trú á okkur því það eru margir góðir leikmenn í liðinu og ég held að við höfum sýnt að svo sé. Ég held að allir viti hversu vel Liverpool getur spilað en við höfum ekki sýnt okkar rétta andlit síðustu tvo mánuðina eða svo. En ég held að við höfum sýnt hvað í okkur býr í gærkvöldi. Við lékum vel en núna þurfum við að spila fleiri svona góða leiki í Meistaradeildinni og Úrvalsdeildinni."

En hvernig fór Liverpool að því að tapa fyrir Barnsley og vinna svo Inter Milan, sem hafði bara tapað einum leik hingað til á leiktíðinni, í næsta leik?

"Ég held að þetta séu töfrar knattspyrnunnar. Fyrir þremur dögum töpuðum við fyrir Barnsley í leik sem allir áttu von á að við myndum vinna auðveldlega. Í kvöld sjáum við svo allt annað lið sem þó var skipað sömu leikmönnunum."

Sem sagt óskiljanlegt!!!!!!

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan