Aðeins það besta dugar!
Steven Gerrard telur að Liverpool þurfi hugsanlega að leika sinn besta leik á leiktíðinni ef liðið á að geta klekkt á Inter Milan í kvöld. Liverpool leikur við Inter á Anfield Road og liðið þarf að rífa sig upp eftir hroðalegt tap fyrir Barnsley á laugardaginn.
"Til að ná hagstæðum úrslitum dugar hugsanlega ekkert minna en að spila okkar besta leik á leiktíðinni. Við verðum að ná einum af þessum frábæru leikjum. Þeir hafa stórkostlegu liði á að skipa og það segir sína sögu að liðið er núna langefst í ítölsku deildinni. Það lítur allt út fyrir að liðið muni vinna deildina þriðja árið í röð og það yrði magnað afrek.
Við verðum að notfæra okkur þau færi sem við fáum á móti þeim. Okkur hefur gengið það illa á leiktíðinni. Við höfum oft ráðið lögum og lofum í leikjum og fengið fullt af færum sem ekki hefur tekist að nota. Þetta snýr ekki bara að sóknarmönnunum. Menn, í öllum stöðum, hafa farið illa með færin og það þarf að breytast. Við þurfum að ná góðri byrjun og góðu vegarnesti áður en við förum til Ítalíu. San Siro er ekki heppilegur staður til að fara á til að ná hagstæðum úrslitum."
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!