| Sf. Gutt

Meira en venjuleg lægð!

Öll knattspyrnulið lenda í einhverri lægð. Jamie Carragher, sem er ekki vanur að fara í felur þótt illa gangi, telur þó að slakt gengi Liverpool upp á síðkastið sé eitthvað meira en venjuleg lægð. Hann segir mikla baráttu framundan við að bjarga leiktíðinni.

"Ég myndi ekki segja að við værum í lægð því þetta ástand hefur staðið lengur yfir en svo. Við erum einfaldlega ekki að spila nógu vel. Það þýðir ekki að benda á einhverja eina ástæðu því staðreyndin er sú að við höfum bara ekki verið nógu góðir. Það gengur upp og niður hjá öllum félögum en við vitum að við munum fá mikla gagnrýni á okkur næstu dagana og við eigum hana skilið.

Við erum enn með í Meistaradeildinni og við verðum að berjast fyrir því að tryggja okkur fjórða sætið í deildinni. Hver einasti deildarleikur hér eftir verður mikilvægur því við verðum að tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili. Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan og verðum við að bretta upp ermarnar því Meistaradeildin er eini titilinn sem við eigum enn möguleika á að vinna."

 

 

 

 

 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan