| Sf. Gutt

Takk fyrir mig!

Jose Reina setti félagsmet þegar hann hélt marki sínu hreinu gegn Sunderland þegar Liverpool vann 3:0. Þetta var í 50. sinn sem hann heldur marki sínu hreinu frá því hann gekk til liðs við Liverpool. Enginn markmaður í sögu félagins hafði hingað til haldið hreinu 50 sinnum í færri leikjum en Jose náði því í aðeins 92 leikjum. Jose var ekki bara stoltur af þessu merka meti og hann þakkaði félögum sínum þeirra þátt í metinu.

"Það er gaman að ná svona meti og ég er stoltur af því. En ég hef oft sagt það áður og vil ítreka að svona árangur er ekki bara mér að þakka. Allt liðið verst og fjórir öftustu varnarmennirnir hafa leikið vel á þessum þremur árum sem ég hef verið hérna. Ég verð því að þakka þeim og öllum hinum liðsfélögum mínum sem hafa verið með mér þessi þrjú ár. Án þeirra hefði ég ekki náð þessum árangri. Nú hlakka ég til þess að halda markinu aftur 50 sinnum hreinu. Það verður ekki auðvelt en hver veit það gæti tekist. Aðalatriðið er þó að reyna að vinna hvern einasta leik og enn betra væri ef nokkur kostur er að fá ekki á sig mark."

Jose er reyndar þegar lagður af stað í næstu 50 leiki því hann fékk ekki mark á sig þegar Liverpool og Chelsea skildu jöfn án marka á sunnudaginn! Á töflunni hér fyrir neðan sem var birt í Liverpool Echo má sjá að hann hefur slegið við nokkrum goðsögnum í sögu Liverpool.

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan