| AB

Andstæðingur Liverpool söng með The Kop!

Það er nú ekki mjög algengt að leikmenn andstæðinga Liverpool syngi YNWA hástöfum á meðan leik stendur á Anfield en það gerðist engu að síður um daginn. Fyrirliði Havant and Waterlooville, Jamie Collins, söng You'll Never Walk Alone með mörg þúsund stuðningsmönnum KOP undir lok leiksins gegn Liverpool 26. janúar síðastliðinn í ensku bikarkeppninni.

"Undir lok leiksins þegar Kop hóf upp raust sína stóð ég við hlið Steven Gerrard og söng með þeim. Liverpool var að taka hornspyrnu þegar ég stóð við hlið Gerrard og söng. Hann starði á mig eins og ég væri einhver furðufugl."

Collins er harður West Ham aðdáandi og vorið 2006 olli Gerrard honum hjartasári sem er ekki enn gróið: "Ég var í Cardiff þegar Gerrard skoraði af 30 metra færi þegar við töpuðum bikarnum. Um leið og hann kom inná gegn okkur á Anfield sagði ég við hann: "Þú braust hjarta mitt fyrir tveimur árum".

Collins var upp með sér að leika á Anfield: "Það var frábært að fara fyrir liðinu þegar við gengum út á Anfield. Maður horfði á Kop og trúði þessu varla."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan