| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Hver hefði trúað þessu? Liverpool leikur gegn Havant & Waterlooville í fjórðu umferð F.A. bikarkeppninnar! Svona leikir geta eiginlega bara orðið að veruleika í þessari elstu útsláttarkeppni í heiminum. Sagan um Davíð og Golíat er bæði gömul og ný. Upphaflega hafði Davíð betur en venjulega er það nú risinn sem hefur þann litla undir. Fátt er skemmtilegra en þegar Davíð hefur betur það er að segja ef maður heldur ekki með Golíat! Liverpool er núna í hlutverki Golíats. Líkt og þegar sagan upphaflega var sögð þá dettur engum lifandi manni í huga að Davíð geti haft betur í þessari rimmu. Havent er í sjöttu deild og á milli liðanna er 123 sæti í deildarkeppninni. Það er langt síðan lið hafa lent saman í F.A. bikarnum sem hafa ólíkari bakgrunn og getumunurinn ætti að vera stjarnfræðilegur. Samt eigast ellefu menn úr hvoru liði við þegar hólmgangan hefst. Það er líka eins gott að ekkert fari nú á þann veg að ódauðlegt ævintýri lifni á Anfield Road á morgun.

Stærsti sigur Liverpool í F.A. bikarnum kom þann 29. október árið 1892. Liverpool vann þá 9:0 gegn Newtown. Stærsti sigur liðsins í sögunni er 11:0. Fórnarlambið var norska liðið Strømsgodset. Metsigurinn átti sér stað þann 17. september 1974. Leikurinn var í Evrópukeppni bikarhafa. Persónulega þá finndist mér gaman ef það merka markamet yrði slegið á morgun!

Liverpool gegn Havent & Waterlooville á síðustu sparktíð: Liverpool hefur að sjálfsögðu aldrei áður leikið gegn Havant & Waterlooville. Á hinn bóginn má spyrja sig hvort liðið muni nokkurn tíma aftur spila gegn Liverpool? Hverjar skyldu vera líkurnar á því?

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Havant & Waterlooville

Þessi leikur er saga umferðarinnar. Þetta er alveg frábært fyrir alla sem tengjast Havant. Ekki bara leikmennina heldur líka starfsliðið og alla þá sem leggja sitt af mörkum, ár eftir ár, fyrir félagið. Hér er allt unnið í sjálfboðavinnu. Það er ekki hægt að reikna með neinu öðru en öruggum sigri Liverpool. Það var gríðarlega mikill getumunur á liðunum þegar Chasetown spilaði við Cardiff fyrir nokkrum vikum. Í þessum leik verður enn meiri munur á liðunum. Ég vona bara að leikmenn Havent og stuðningsmenn liðsins skemmti sér vel.

Úrskurður: Liverpool v Havant & Waterlooville 4:0.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan