James Smith farinn
Varnarmaðurinn James Smith hefur yfirgefið Liverpool. Hvað sem úr ferli hans verður þá á James það á afrekaskrá sinni að hafa leikið einu sinni með aðalliði Liverpool og það á Anfield Road. Einhverjir gætu kannski sætt sig við það þegar ferlinum lýkur. James lék sinn eina leik með uppeldisfélagi sínu þegar Liverpool vann 4:3 sigur yfir Reading í Deildarbikarnum á síðustu leiktíð. James kom þá inn sem varamaður fyrir Lee Peltier á 74. mínútu.
James Smith gerði hálfs árs samning við Stockport County. Hann þekkir til á þeim bæ því hann var í láni hjá félaginu fyrr á leiktíðinni. Hann lék þá 12 leiki með Stockport. James var mjög ánægður með að komast aftur til Stockport. "Ég var mjög ánægður með alIt hjá County þegar ég var hérna og þá vildi ég ekki fara aftur. Ég er því hæst ánægður með að vera kominn hingað aftur."
-
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!