Varnarhausverkur
Rafa Benítez líst ekki á blikuna með vörnina sína fyrir leikinn gegn Manchester City á sunnudaginn.
Sami Hyypia haltraði af velli eins og kunnugt er gegn Derby á annan í jólum. Alvaro Arbeloa missti af leiknum gegn Derby vegna flensu og er víst enn bullandi veikur. Daniel Agger hefur verið fjarri vegna ristarbrots síðan um miðjan september.
Rafa er þo bjartsýnn enda Daninn snjalli á leið aftur inn í liðið: "Daniel Agger er nálægt endurkomu í liðið og hefur æft af kappi í vikunni. Við verðum að sjá hvernig Sami líður. Sjúkraþjálfararnir eru að vinna í honum og við verðum bara að bíða og sjá. Við gætum stillt upp Jack Hobbs eða látið Agger leika þó það sé aðeins of ótímabært. Jamie Carragher er með fjögur gul spjöld á bakinu [einu spjaldi frá eins leiks banni] þannig að það er áhyggjuefni."
-
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó

